is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8124

Titill: 
  • Félagsráðgjöf í grunnskólum. Aðkoma félagsráðgjafa að persónulegri ráðgjöf í skólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er félagsráðgjöf á fræðslu- og skólasviði þar sem markmiðið er að kanna aðkomu félagsráðgjafa að persónulegri ráðgjöf í grunnskólum landsins. Í nútímasamfélagi eyða börn mun meiri tíma í skólanum en áður, félagsleg vandamál eru orðin fleiri og einelti orðið mun sýnilegra. Verksvið félagsráðgjafa í grunnskólum nær yfir mörg og margvísleg málefni sem snertir skólasamfélagið í heild. Fjallað verður almennt um sögu skólafélagsráðgjafar á Íslandi, lög og reglugerðir sem tengjast málefninu, helstu verkefni persónulegrar ráðgjafar og mikilvægi hennar í skólakerfinu. Þá verður fjallað um nám félagsráðgjafa annars vegar og nám náms- og starfsráðgjafa hins vegar. Nám í félagsráðgjöf er yfirgripsmikið, fjölbreytt og krefjandi þar sem farið er inn á mikilvæg svið sem snúa að félagslegum vandamálum, barnavernd, löggjöfinni og félagslegri ráðgjöf. Í námi og starfi er áherslan lögð á heildarsýn sem er rauði þráðurinn í allri vinnu félagsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafar starfa í grunnskólum landsins lögum samkvæmt og veita þá ráðgjöf sem nemendur sækjast eftir. Rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi í tengslum við starfssvið skólastjóra, kennara og náms- og starfsráðgjafa sem tengjast viðfangsefni ritgerðarinnar sýna að mikilvægi félagsráðgjafa í skólum er augljóst ef horft er til menntunar starfstéttarinnar, kunnáttu þeirra og þjálfunar.

  • Útdráttur er á ensku

    The main subject of this thesis is social work in the field of school and education where the main goal is to examine the approach of social workers in the cases of personal counseling in elementary schools in Iceland. In today’s society children spend more time than before in school; social problems have increased and bullying has become more visible. The tasks of social workers in elementary schools cover various assignments connected to the school society as a whole. In general, the history of student counseling will be discussed, the laws and regulations that are connected to the topic, as well as the predominant tasks of personal counseling and its importance in the school system. Furthermore, the study of social work will be examined on the one hand, and on the other hand, the study of student counseling. The study of social work is comprehensive, diverse and demanding as the subject connects to various issues, for example, social problems, child protective service, legislation and social counseling. The most important part of the work of a social worker is the ability to be able to see the big picture; this is evident in both the study and practice of social work. However, the work of student counselors in the elementary schools in Iceland is based on laws and they give the students counseling that is needed. The research that has been done in Iceland in concern to the field of school administrators, teachers and student counselors, that are connected to the subject of this thesis; portrays the importance of social workers in schools, if one takes into consideration the education of the field; their knowledge and training.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 2011.pdf492.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna