is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8125

Titill: 
  • Lengi lifi ástin. Kynheilbrigði og kynfræðsla ungs fólks á Íslandi og í Hollandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynheilbrigði er hluti af almennu heilbrigði og mannréttindum. Einn þáttur réttindanna er alhliða og viðeigandi kynfræðsla ásamt aðgengi og upplýsingum um getnaðar- og kynsjúkdómavarnir. Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á kynheilbrigði og kynfræðslu hér á landi og í Hollandi. Á kynheilbrigðissviðinu eru sérstaklega skoðaðar þunganir, fóstureyðingar og klamydía meðal ungs fólks í báðum löndunum og þessir þættir síðan bornir saman. Í kynfræðsluhlutanum er aðallega tekin fyrir kynfræðsla í skóla með áherslu á innihald og skipulag námsefnisins, auk þess sem fjallað er stuttlega um stöðu og kynfræðslu foreldra í báðum löndunum. Aðkoma félagsráðgjafa að kynheilbrigðismálum er jafnframt skoðuð.
    Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur í ljós mikill munur á kynheilbrigði og kynfræðslu landanna og ýmislegt sem má læra af reynslu Hollendinga. Má nefna gæði námsefnis og magn kynfræðslu í skóla, áherslu á meiri menntun kennara og þátt foreldra. Efla þarf rannsóknir í kynfræðslu til að auðvelda framtíðarskipulag málaflokksins. Jákvæð viðhorf, viðurkenning á kynverund og á fjölbreyttum fræðsluþörfum ungmenna auk auðvelds aðgengis að getnaðarvörnum eru þættir sem hlúa þarf vel að. Félagsráðgjafar með sína sértæku menntun sem felur í sér heildarsýn á einstaklinginn og viðurkenningu á sérstöðu hans, henta vel til að vinna að bættu kynheilbrigði ungs fólks hér á landi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Erna Harðardóttir.pdf644.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna