is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8131

Titill: 
  • Tilskipun 2004/39/EB um markaði með fjármálagerninga. Fjárfestavernd með flokkun viðskiptavina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er tilskipun nr. 2004/39/EB um markaði með fjármálagerninga, eða MiFID-tilskipunin. Tilskipunin var innleidd í íslensk lög 1. nóvember 2007 og var undirbúningur innleiðingarinnar langur og kostnaðarsamur fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Tilskipunin nær til allra ríkja innan Evrópusambandsins, auk Íslands, Liecthenstein og Noregs, en aðildarríkin eiga það öll sameiginlegt að tilheyra EES-svæðinu.
    MiFID tilskipunin fjallar um reglur sem gilda um verðbréfabréfviðskipti og er markmið hennar að stuðla að skilvirkum sameiginlegum innri markaði þar sem sömu reglur gilda fyrir öll aðildarríkin. Önnur markmið tilskipunarinnar eru að auka fjárfestavernd og tryggja samkeppnishæfni á fjármálamarkaði. Tilskipunin tekur við af annarri tilskipun Evrópusambandsins er nefnist ISD-tilskipun nr. 93/22/EB, en tími þótti kominn á nýja tilskipun vegna örra tæknibreytinga á fjármálamarkaði. Í þessari ritgerð verður fjallað sérstaklega um einn þátt tilskipunarinnar, flokkun viðskiptavina. Markmið flokkunarinnar er að auka fjárfestavernd og snýst flokkunin í stuttu máli um að flokka viðskiptavini eftir reynslu, þekkingu og sérfræðiþekkingu á verðbréfaviðskiptum. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar beinist sérstaklega að þessari flokkun og leitast verður við að svara þeirri spurningu hvort fjárfestavernd hafi aukist eftir að flokkun viðskiptavina var innleidd í íslensk fjármálafyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-SvavaHildur-2.mai .pdf544.71 kBLokaðurHeildartextiPDF