is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8133

Titill: 
  • Kynferðisleg misnotkun á barni: frásögn og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. gráðu við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni verður fjallað um kynferðislega misnotkun á börnum með það fyrir augum að dýpka skilning lesenda á málaflokknum. Rannsóknarspurningarnar eru þrjár: Hverjar eru afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar? Hvers vegna segja svo margir þolendur ekki frá? Síðasta rannsóknarspurningin tengir hinar tvær en hún lýtur að því hvort tengsl séu á milli þess að barn segi frá og afleiðinga fyrir barnið? Í kjölfar aukinnar umræðu á málaflokknum, meðal annars í tengslum við íslensku þjóðkirkjuna, veltir höfundur afleiðingum misnotkunar fyrir sér og hvað hefði áhrif á vægi afleiðinga. Í ritgerðinni kemur höfundur inn á helstu afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar og þætti sem hafa áhrif á vægi afleiðinga. Þegar umfang kynferðislegrar misnotkunar hér á landi er borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir kemur í ljós að vandinn virðist mælast stærri hér en annars staðar. Þó gott sé að styðjast við tölulegar upplýsingar á umfangi til að átta sig á útbreiðslu vandans má ekki gleyma að mörg mál komast seint eða aldrei upp. Sú hlið hefur hinsvegar verið minna til umfjöllunar enda erfiðara að rannsaka það sem falið er. Nýlegar rannsóknir varpa þó ljósi á ástæður þess að börn kjósi að þegja yfir misnotkun en rannsóknirnar tóku til barna sem vitað var að höfðu orðið fyrir misnotkun. Höfundur mun því varpa ljósi á helstu ástæður þagnarinnar en einnig hvaða afleiðingar þögnin getur haft fyrir börnin. Helstu niðurstöður sýndu að afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar geti haft langvarandi og djúpstæð áhrif á þolendur en geti þó einnig verið margbreytilegar og misalvarlegar. Börn segja síður frá kynferðislegri misnotkun þegar ákveðnir áhættuþættir eru til staðar en afleiðingar kynferðislegrar misnotkunar verða verri ef seinkun frásagnar kemur til.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla Dröfn Jónsdóttir.pdf608.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna