is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8134

Titill: 
  • Frásog og dreifing vaccinia magnahindra og viðbrögð ónæmiskerfisins við þessu próteini
  • Titill er á ensku Pharmacokinetics of Vaccinia Virus Complement Protein and the Immuno Response to This Protein
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Endurflæðisskemmdir (e. reperfusion injury) eiga sér stað þegar blóð streymir á ný um æðar vefs eftir blóðþurrð, til dæmis eftir miklar blæðingar, vefja- og líffæragjafir, hjartaáföll og heilablóðföll. Öflugt bólgusvar kemur í kjölfar endurflæðis sem að getur orsakað meiri skaða heldur en blóðþurrðin sjálf. Magnakerfið (e. complement system) spilar þar stórt hlutverk. Magnahindrinn VCP, úr vaccini vírusnum, hefur gefið góða raun í minnkun skaða eftir endurflæðiskemmdir og er spennandi möguleiki til meðhöndlunar á endurflæðiskemmdum.
    Lyfjahvarfafræði VCP er þó ekki þekkt, en skilgreining á henni er nauðsynleg ef halda á áfram með rannsóknir á VCP til meðhöndlunar á endurflæðiskemmdum, því er þessi rannsókn rökrétt næsta skref í þróun þess.
    Í þessu verkefni var leitast við að ákvarða helstu gildi er koma að lyfjahvarfafræði VCP, kanna svar ónæmiskerfisins við magnahindranum og skoða áhrif pegileringar á virkni og hegðun þess.
    Niðurstöður sýna að aðgengi VCP er mjög takmarkað hjá músum eftir gjöf undir húð, að helmingunartími þess í blóði er rétt rúm klukkustund og dreifirúmmál sé tæplega tvöfalt blóðrúmmál. Einnig kom í ljós að VCP eitt og sér vekur ekki ónæmissvar eftir örvunarskammt eftir bólusetningu. Pegileringar gengu ekki eftir og ef bygging og eiginleikar VCP eru skoðaðir er líklegt að töluverð minnkun á virkni verði í kjölfar pegileringar.

  • Útdráttur er á ensku

    Reperfusion injuries occur when blood flow to ischemic tissue is restored, for example after excessive bleeding, organ transplants, heart attacks and strokes. A strong inflammation response takes place, which can be more harmful than the ischemia itself. The complement system plays a vital role in reperfusion injuries. Vaccinia virus complement protein (VCP) has shown promising results in reducing reperfusion injuries and is an exciting possibility for treating the symptoms.
    VCP’s pharmacokinetics are not yet defined, but an understanding of the kinetics is vital for continuing research on VCP as a therapeutic agent for reperfusion injuries. That is why this research is a logical next step in VCP’s development.
    This research tries to define the principal values of VCP pharmacokinetics, determine the immune response to it and see what effects PEGylation has on VCP’s efficacy and biological behavior.
    The results reveal that VCP’s bioavailability is rather poor in mice after a subcutaneous injection, that the half-life is just above one hour and the volume of distribution is approximately double the blood volume. Furthermore it was discovered that VCP does not provoke an immune response even after a booster injection of the protein. PEGylations attempts did not succeed and if the structure and attributes of VCP are considered, it is likely that there will be a drastic loss of efficacy will follow a PEGylation of VCP.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Baldur Gudni VCP.pdf20.48 MBLokaðurHeildartextiPDF