is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8137

Titill: 
  • Hvað er í matinn? Rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um mataraðstoð á árunum 2006-2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er rannsókn sem unnin var á tímabilinu janúar til maí 2011. Ritgerðin er 12 eininga lokaverkefni við Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Í henni voru greindar 353 greinar úr gagnasafni Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og DV frá árunum 2006-2010. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á umræður prentmiðlanna þriggja um mataraðstoð hér á landi. Lagt var upp með að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hefur umfjöllun hér á landi um mataraðstoð breyst eftir að hrunið skall á? Hvernig fjalla fjölmiðlar um matarúthlutanir? Er munur á umfjöllun fjölmiðlanna þriggja? Áhersla var lögð á að skoða upplifun og líðan þeirra skjólstæðinga sem sækja sér mataraðstoð til hjálparstofnanna.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg og með innihaldsgreiningu voru umfjallanir prentmiðlanna þriggja greindar.
    Gerð verður grein fyrir helstu hugtökum og skilgreiningum svo sem um fátækt, frjáls félagasamtök, þriðja geirann og sjálfboðaliðastörf. Helstu niðurstöður gefa það til kynna að mikil aukning verður á umfjöllunum eftir efnahagshrunið í september 2008. Fremur lítið var fjallað um þennan svarta blett á Íslensku samfélagi í góðærinu þrátt fyrir að margir hafi lifað við bág kjör og þurft að leita sér aðstoðar til hjálparsamtaka fyrir hrunið. Auk þess er nokkur munur á umfjöllun fjölmiðlanna þriggja en DV birtir mun oftar en Fréttablaðið og Morgunblaðið viðtöl við skjólstæðinga Hjálparstofnanna sem gefur manni góða mynd af líðan þeirra og skoðunum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.pdf926.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna