is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8138

Titill: 
  • „Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í.“ Hvernig má hugsanlega draga úr brottfalli í framhaldsskólum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um hvernig hugsanlega megi draga úr brottfalli í framhaldsskólum með því að hefja forvarnarstarf strax í grunnskólum. Leitast er við að finna hugsanlegar ástæður brottfalls og hvaða aðferðir séu líklegar til að draga úr því. Uppbyggingarstefnan er skoðuð í nokkrum skólum þar sem hún hefur verið reynd en þar hefur dregið úr agavandamálum og meðaleinkunn hækkað. Átak sem hefur verið í gangi í nokkur ár í Noregi til að draga úr brottfalli er skoðað og hvað læra megi af Norðmönnum. Einnig er skoðað hvaða hlutverki félagsráðgjafar geta gegnt til að draga úr brottfalli. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að það sem skiptir höfuðmáli í því að draga úr brottfalli er að foreldrar séu þátttakendur í lífi barnanna og vinni að því að byggja upp sjálfstraust þeirra. Uppbyggingarstefnan virðist vera að skila því að börnin standi uppi með betri sýn á sjálfan sig og aukna sjálfsmynd. Í Noregi virðist skipta máli að samfélagið sé meðvitað um vandann og þannig taki allir þátt í því að vinna gegn brottfalli. Þátttaka félagsráðgjafa virðist einnig skipta miklu máli þar sem þeir hafa þekkingu og möguleika á að vinna gegn brottfalli á víðari grunni og geta starfað með foreldrum, börnum og starfsmönnum skóla.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Styrmir.pdf585.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna