is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8139

Titill: 
 • Meðferð við hegðunarvanda unglinga á heimavelli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um fjölkerfameðferð sem er fjölskyldu- og samfélagsmiðuð nálgun ætluð börnum með andfélagslega hegðun og fjölskyldum þeirra. Andfélagsleg hegðun vísar til hegðunar sem brýtur gegn ríkjandi viðmiðum og gildum samfélagsins. Aðferðin er upprunin í Bandaríkjunum en hefur hún nú verið innleidd í nokkrum löndum Evrópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Stofnanameðferðir virðast í flestum tilfellum ekki ná að bæta hegðun unglinga til lengri tíma. Sú staðreynd, og áherslan á beitingu gagnreyndra aðferða, varð til þess að Norðurlandaþjóðirnar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland ákváðu að innleiða fjölkerfameðferð.
  Meðferðin er tiltöluega ný hér á landi og lítið er til af fræðilegri umfjöllun um meðferðina á íslensku. Markmið með þessari ritgerð er að greina frá fræðilegri undirstöðu meðferðarinnar, uppbyggingu meðferðarmódelsins og skoða innleiðingu, sem og árangur á Norðurlöndunum. Leitast verður við að skoða hvort meðferð upprunin í Bandaríkjunum nái tilætluðum árangri á Norðurlöndunum. Árangur felst í því að draga úr andfélagslegri hegðun sem og að draga úr kostnaði til málaflokksins.
  Helstu niðurstöður eru þær að það er áskorun að flytja meðferð sem er upprunin í Bandaríkjunum til Norðurlandanna. Stuðningur yfirvalda sem og fagfólks við meðferðina, samfélagslegir þættir og þær hefðir sem hafa skapast í þjónustu við unglinga með andfélagslega hegðun skiptir máli hvað árangur varðar. Af þessu leiðir að meðferðin nær ekki tilætluðum árangri í Svíþjóð og er kostnaðarsamari en hefðbundnar aðferðir sem skila svipuðum árangri. Í Noregi hefur meðferðin verið innleidd á landsvísu og er meðferðin talin draga úr andfélagslegri hegðun unglinga. Á Íslandi hafa fyrstu samantektir um árangur meðferðarinnar sýnt fram á jákvæðar niðurstöður en frekari samantekt bíður þess að vera birt.
  Hugmyndafræði félagsráðgjafa byggir að miklu leiti á sömu forsendum og hugmyndafræði fjölkerfameðferðar. Félagsráðgjafar hafa samt sem áður ekki vanið sig á að vinna eftir kerfisbundnum meðferðarformum sem krefjast hollustu við meðferðarmódel.

Samþykkt: 
 • 2.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferð við hegðunarvanda unglinga á heimavelli448.54 kBOpinnHeildartextiUnknownSkoða/Opna