is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8147

Titill: 
  • Áhrif áfengismisnotkunar á vinnumarkað. Hagfræðileg greining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfengisneysla hefur bæði neikvæð og jákvæð áhrif á einstaklinga. Neysla áfengis hefur margbrotin áhrif og afleiðingar í för með sér en flókið hefur reynst að rannsaka samband milli áfengismisnotkunar og vinnumarkaðar. Ósamræmis hefur gætt í niðurstöðum úr rannsóknum á áhrifum áfengismisnotkunar á vinnumarkað því að niðurstöður úr flestum erlendum rannsóknum á efninu sýna fram á neikvæð áhrif hennar en aðrar erlendar rannsóknir hafa greint hverfandi eða jákvæð áhrif. Fram að þessu hafa einungis verið framkvæmdar tvær íslenskar rannsóknir á efninu og þær sýna báðar niðurstöður með hverfandi eða jákvæð áhrif áfengismisnotkunar á vinnumarkað.
    Gögnin sem notuð eru í rannsókninni koma úr spurningalistakönnun Lýðheilsustöðvar ,,Heilsa og líðan Íslendinga” sem framkvæmd var árið 2007 og aftur árið 2009. Úrtak könnunarinnar er lagskipt tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og samanstóð af 9.807 einstaklingum á aldrinum 18-79 ára. Framkvæmd var probit-greining til að kanna hvort marktæk tengsl séu á milli áfengismisnotkunar og þess að vera í vinnu, og framvæmd var probit-greining á tengslum áfengismisnotkunar og atvinnumissis. Einnig var framkvæmd röðuð probit greining sem var notuð til að athuga samband á milli áfengismisnotkunar og tekna.
    Almennt er talið að áfengismisnotkun hafi þau áhrif að einstaklingur sé ólíklegri til að vera starfandi á vinnumarkaðnum. Niðurstöður úr probit-greiningu á sambandi áfengismisnotkunar og atvinnu gáfu hins vegar öfugar niðurstöður þar sem sambandið greindist jákvætt en greiningin var hvorki marktæk hjá körlum né konum. Niðurstöður úr probit-greiningu á tengslum áfengisminotkunar og atvinnumissis innihalda nánast einungis ómarktækar breytur. Greindist marktækt jákvætt samband hjá körlum þegar framkvæmd var probit greining án heilsubreytna en annar greindust einungis ómarktæk áhrif. Í niðurstöðum úr greiningu á tengslum áfengismisnotkunar og tekna var jákvætt marktækt samband milli áfengismisnotkunar og tekna karla árið 2007 en ekki reyndust aðrar niðursöður marktækar. Íslenskar rannsóknir gefa öfugar niðurstöður en gert var ráð fyrir og það getur stafað af því að aðstæður á íslenskum mörkuðum eru aðrar en á erlendum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8147


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin.pdf2.27 MBLokaðurHeildartextiPDF