is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8148

Titill: 
  • Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Greining á aðfangakeðjum íslenskra fatahönnunarfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að greina aðfangakeðjur íslenskra fatahönnunarfyrirtækja og til að komast að því hver veikasti hlekkur þeirra var. Leitast var við að varpa ljósi á mikilvægi stjórnunar aðfangakeðjunnar og útskýra hugmyndir fræðimanna um þær áskoranir sem fyrirtæki þurfa að glíma við í stjórnun hennar. Farið var gróflega yfir aðfangakeðjur tveggja tískufyrirtækja, H&M og Zara, og leiðir þeirra til að ná yfirburðum með stjórnun aðfangakeðjunnar.
    Rannsóknin var gerð meðal stjórnenda í sex íslenskum fatahönnunarfyrirtækjum með það að markmiði að fá breiðan hóp fyrirtækja, ólík varðandi stærð og starfsemi. Tekin voru hálfopin viðtöl og spurningar voru byggðar á skilgreiningu einfaldrar aðfangakeðju. Í lokin voru aðfangakeðjur fyrirtækjanna sex teiknaðar og flæði vara og stjórnun þeirra í gegnum keðjurnar útskýrðar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að framleiðsluhlekkurinn var hvað veikastur hjá flestum fyrirtækjum. Aðfangakeðjur fyrirtækjanna voru mjög ólíkar og stjórnun þeirra mis skilvirk og því áttu sum fyrirtækin í erfiðleikum með fleiri hlekki keðjunnar. Þar sem framleiðsluskilyrði eru lítil á Íslandi hafa flest fyrirtækin úthýst framleiðslu til láglauna landa. Samskipti og gæðaeftirlit geta reynst erfið fyrir fyrirtæki sem úthýsa framleiðslu. Mörg íslensk fatahönnunarfyrirtæki eiga erfitt með að anna eftirspurn vegna fjarlægðar frá framleiðanda sem getur valdið því að of langan tíma tekur að koma vörunni til neytenda og einnig spilar skortur á fjármagni stórt hlutverk. Með sífelldum endurbótum og þróun aðfangakeðjunnar geta íslensk fatahönnunarfyrirtæki orðið betur í stakk búin að takast á við samkeppni í hörðum heimi tískuiðnaðarins.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rúna Sigurðardóttir.pdf887.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna