is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/815

Titill: 
 • Áhrifaþættir á verð þorskaflaheimilda
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Síðastliðin ár hefur verðlagning aflaheimilda (kvóta) reglulega verið til umræðu í þjóðfélaginu og umfjöllunin oft á tíðum snúist um hátt leiguverð eða mikinn söluhagnað vegna hækkunar á verði „eignarkvóta”. Verð aflaheimilda og annarra verslunarvara breytist yfirleitt yfir tímabil og þá tengt utanaðkomandi áhrifaþáttum.
  Tilgangur þessa verkefnis verður að leita áhrifaþátta sem skýrt geta breytingar á verði þorskaflaheimilda yfir 12 ára tímabil (1995-2007).
  Rannsóknarspurningin er: Áhrifaþættir á verð þorskaflaheimilda.
  Uppbygging verkefnis er í stórum dráttum eftirfarandi:
  1. Inngangur með almennri kynningu.
  2. Lýsing á íslenska kvótakerfinu.
  3. Kynning gagna og greiningaraðferða.
  4. Ítarlegar útskýringar á gögnum með myndum og texta.
  5. Greining gagna þar sem fylgni áhrifaþátta er rannsökuð og útskýrð.
  6. Niðurstöður.
  Helstu niðurstöður eru að áhrifaþættir á verð þorskaflaheimilda, aflamarks og aflahlutdeildar voru ólíkir milli tímabila árin 1995-2007. Áhrifaþættir á aflamark og aflahlutdeild voru einnig að hluta ólíkir. Árunum 1995-2007 má skipta í tvö tímabil fyrir og eftir árið 2001, en mikil lækkun varð í verði hvorutveggja í lok árs 2000. Innbyrðistengsl aflamarks og aflahlutdeildar var mjög góð fyrra tímabilið en nánast engin seinna tímabilið. Erfitt var að meta vægi einstakra áhrifaþátta en þeir þó flokkaðir eftir mikilvægi.
  Áhrifaþættir á aflamark voru þeir sömu allt tímabilið með tveimur undantekningum, en verð aflahlutdeildar var gjörólík fyrra og seinna tímabilið.
  Verð aflamarks stýrist af, afurðaverði, gengi gjaldmiðla og úthlutuðum heildarafla.
  Verð aflahlutdeildar fyrra tímabilið var háð afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, afurðaverði, gengi gjaldmiðla og úthlutuðum heildarafla. Seinna tímabilið virtist verð stýrist af aðgengi og kostnaði lánsfjármagns ásamt breytingum í úthlutun heildarafla.

Samþykkt: 
 • 1.1.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir á verð þorskaflaheimilda.pdf370.78 kBOpinnÁhrifaþættir - heildPDFSkoða/Opna