Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8150
Hvert geta ungir fíklar með áhættuhegðun og aðstandendur þeirra leitað þegar þeir þurfa á hjálp að halda vegna áfengis og vímuefnavanda og hvaða úrræði hafa ríkið, sveitarfélög og félagasamtök upp á að bjóða fyrir þessa einstaklinga? Það getur reynst erfitt að skilja og velja milli þeirra fjölmörgu úrræða sem í boði eru þegar á þarf að halda. Markmiðið með þessari ritgerð er að auðvelda lesendum að átta sig á úrræðunum, skilja unglinga með áhættuhegðun og hvað orsakar vandann. Félagsráðgjafar starfa gjarnan með þessum unglingum hjá barnaverndarnefndum , eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þeir hafa víðtæka menntun og sérhæfingu á sviði banaverndarmála.
Við gerð ritgerðarinnar var notast við eigindlega rannsókn. Viðtöl voru tekin við þrjá sérfræðinga á sviði barnaverndarmála og leitast við að fá sýn þeirra á aðstæður unglinga með áhættuhegðun í samfélaginu. Betur mætti koma að skipulagningu úrræðanna, t.d ef nálgast mætti upplýsingar um þau á einum stað, en niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar benda til þess að úrræðin séu ekki nægjanleg. Þörf er á fleiri meðferðarheimilum á landsbyggðinni og grípa þarf fyrr inn í vandamál barna og unglinga með áhættuhegðun. Einnig kom fram að unglingar sem sýna áhættuhegðun hafi gjarnan orðið fyrir áföllum í lífinu sem orsaki hjá þeim vanmáttarkennd, t.d. óæskilegum uppeldisaðferðum, vanrækslu, líkamlegri misnotkun í æsku eða tekið þátt í ótímabærum kynlífsathöfnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba-ritgerðlokaguðjon.pdf | 1.08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |