is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8151

Titill: 
  • Maður í mótun. Hvernig örar líftækniframfarir hafa endurmótað hugmyndir um manninn og vakið upp siðferðileg álitamál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir að vísindin hafa öðlast meiri vitneskju á erfðaefni mannsins hefur líftæknivísindum fleytt fram. Í þessari ritgerð verður fjallað um framfarir á sviði líftæknivísinda og þau áhrif sem sú tækni hefur haft á hugmyndir okkar um manninn. Margir þættir sem tengjast þessari tækni eru umdeildir en þó má segja að einna umdeildust sé sú tækni er viðkemur æxlun mannsins meðal annars vegna viðkvæmrar tengingar við hugmyndir manna um upphaf lífs. Fjallað verður um mismunandi leiðir sem hægt er að velja þegar kemur að æxlun og hvaða siðferðilegu álitamál æxlunartæknin hefur vakið upp. Það má segja að stærstu breytingarnar sem ný líftækni hefur í för með sér er að hún endurmótar hugmyndir okkar um manninn. Líftæknin hefur gert það að verkum að hugtök sem áður voru álitnir líffræðilegir fastar eru allt í einu orðin óstöðug og óljós. Þar sem siðfræðin byggir á þessum sömu hugtökum og líftæknin hefur raskað virðist ógerlegt að leysa þau siðferðilegu álitamál sem hún vekur upp. Mikilvægasta ályktunin sem við getum dregið út frá þessari ritgerð er sú að maðurinn er ekki líffræðileg staðreynd heldur félagslega mótuð hugmynd sem tekur stöðugum breytingum. Maðurinn mótast, þróast og tekur breytingum vegna flókins samspils menningar og náttúru og ógerlegt er að skilja þar á milli. Ef rannsaka á möguleg áhrif líftækninnar á framtíð mannsins verður því að taka tillit til beggja þátta, náttúru og menningar.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Ágústa Úlfsdóttir.pdf493.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna