is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8152

Titill: 
  • Greiðsluvilji fyrir glasafrjóvgun. Forkönnun með skilyrtu verðmætamati
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið í þessari ritgerð er glasafrjóvgun og greiðsluvilji fólks fyrir þessa læknisfræðilegu meðferð sem eykur líkur á að eignast afkomanda með líffræðilega tengingu við foreldri. Fjöldi fólks þarf að standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum sem tengjast ófrjósemi og margir velja að fara í tæknifrjóvgun. Þrjár meðferðir eru í boði en þær eru tæknisæðing, glasafrjóvgun og smásjárfrjóvgun. Í þessari ritgerð er litið sérstaklega til glasafrjóvgunar og henni gerð sérstök skil. Árangur af glasafrjóvgun á Íslandi er mjög góður og hefur vakið athygli um allan heim. ART Medica er eina læknastofan sem framkvæmir tæknifrjóvganir á Íslandi og árlega fæðast hér 150 börn í kjölfar glasafrjóvgunar hjá fólki sem annars hefði ekki getað eignast líffræðilegt barn. ART Medica starfar í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og er glasafrjóvgun niðurgreidd að einhverju leyti fyrir ákveðinn hluta neytenda sem falla undir niðurgreiðslureglur.
    Höfundur framkvæmdi rannsókn á greiðsluvilja fyrir glasafrjóvgun með aðferðafræði skilyrts verðmætamats. Að rannsókninni komu þátttakendur á öllum aldri úr Háskóla Íslands sem og úr menntaskólum og ýmsum fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarspurningar höfundar voru hversu hár greiðsluvilji neytenda er fyrir þessa læknisfræðilegu hjálp við að eignast líffræðilegt barn, hvernig breytist greiðsluviljinn út frá mismunandi líkum á árangri og hvort þættir eins og kyn, aldur, tekjur og viðhorf til glasafrjóvgunar, hafa áhrif á greiðsluviljann. Spurningalisti rannsóknarinnar var lagður fyrir í byrjun mars 2011.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þátttakendur eru almennt tilbúnir að greiða háar, en þó ekki ótakmarkaðar, upphæðir til auka líkur sínar á að eignast líffræðilegt barn. Greiðsluvilji kvenna reyndist vera meiri en karla og afgerandi jákvæð fylgni kom fram milli viðhorfs til glasafrjóvgunar og greiðsluvilja. Niðurstöður sýndu hins vegar enga afgerandi fylgni milli tekna þátttakenda og greiðsluvilja en úrtak höfundar reyndist nokkuð tekjulágt. Þá var engan afgerandi mun að finna á aldri þátttakenda og greiðsluvilja í niðurstöðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaritgerd_0308863649.pdf977.04 kBLokaðurHeildartextiPDF