is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8153

Titill: 
  • Gagnkvæm aðlögun. Innflytjendur og íslenskt samfélag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi heimildarritgerð fjallar um stöðu og aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi, þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu og hvernig félagsráðgjafar geta komið að aðlögunarferlinu milli innflytjenda og íslensks samfélags.
    Innflytjendum hefur fjölgað ört í íslensku samfélagi á síðustu árum. Í kjölfarið hefur meira reynt á gagnkvæma aðlögun en áður. Með gagnkvæmri aðlögun er átt við aðlögun innflytjenda að samfélaginu annars vegar og hins vegar aðlögun samfélagsins að þeirri fjölmenningu sem tilkominn er vegna fjölgunar innflytjenda. Aðlögun innflytjenda er háð mörgum þáttum, bæði einstaklingsbundnum og samfélagslegum, svo sem stefnu hins opinbera. Stefnumótun stjórnvalda hefur áhrif á hvernig samfélagið í heild nær að aðlagast fjölbreytileikanum og það að setja enga stefnu er stefnumótun í sjálfu sér. Stefnan hefur meðal annars áhrif á þá nærþjónustu sem innflytjendur geta nýtt sér, svo sem þjónustu félagsráðgjafa. Þessara áhrifa gætir til að mynda í atriðum eins og hvort upplýsingar séu aðgengilegar á öðrum tungumálum en íslensku eða hvort túlkaþjónusta sé til staðar. Aðkoma félagsráðgjafa að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og samfélagsins er einnig mikilvæg. Félagsráðgjafar sem starfa með innflytjendum þurfa að undirbúa sig sérstaklega, bæði persónulega og faglega, með tilliti til þátta á borð við menningarlegs margbreytileika, fordóma og kunnáttu í notkun á túlkaþjónustu.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnkvæm aðlögun - Innflytjendur og íslenskt samfélag.pdf685.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna