Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8160
Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 varð umfjöllun um matarúthlutanir hjálparsamtaka áberandi í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða um hlutverk stjórnvalda við að bregðast við auknum vanda fjölskyldna auk vangaveltna um velferð, almannatryggingar, hlutverk hins opinbera; ekki síst sveitarfélaga, fátækt, mannréttindi og opinbert neysluviðmið en mismunandi aðilar innan opinbera kerfisins studdust við mismunandi viðmið um þann kostnað sem fylgir eðlilegu, daglegu lífi.
Markmið með þessari umfjöllun er að gera grein fyrir nokkrum ofangreindra lykilhugtaka og þýðingu þeirra við stjórnarfarslega stefnumótun í samfélaginu en einnig skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda. Auk þess verða skil gerð á hlutverki hjálparsamtaka og þeim hópum sem þangað leita aðstoðar og gerð grein fyrir því hvaða breytingar hafa orðið á starfsemi þeirra í kjölfar breyttra lífskjara í þjóðfélaginu. Að lokum verða lagðar fram hugmyndir um hlutverk félagsráðgjafa innan hjálparsamtaka og gerð grein fyrir því hvers konar viðbót þeir geta orðið við félagslega þjónustu opinberra aðila.
Niðurstöður þessarar skoðunar eru að hlutverk félagsráðgjafa sem liður í því að koma til móts við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu er gríðarlega mikilvægt. Við Íslendingar höfum ekki nýtt að öllu leyti þau tækifæri sem felast í því að ráða til starfa vel menntaða og hæfa félagsráðgjafa til að taka þátt í því uppbyggingarstarfi sem þarf að eiga sér stað hérlendis á hverjum degi. Betur má hins vegar ef duga skal.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Íris Helgudóttir. Matarúthlutun hjálparsamtaka PDF.pdf | 544.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |