en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8163

Title: 
 • Title is in Icelandic Valdefling og málefni aldraðra
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hvernig valdefling getur haft jákvæð áhrif á lífsskilyrði aldraðra. Í ritgerðinni verða aðstæður aldraðra skoðaðar í ljósi þeirra breytinga er verða á högum þeirra með hækkandi aldri og leitast verður við að svara tveimur meginspurningum: Hvað er valdefling og hvernig er hægt að stuðla að valdeflingu aldraðra í málefnum er þá varða?
  Til að svara þessum spurningum voru skoðaðar bæði íslenskar og erlendar rannsóknir sem útskýra valdeflingu sem hugtak en einnig var leitast við að kanna áhuga aldraðra fyrir notendahlutdeild í þeirri þjónustu sem þeir nýta sér. Helstu niðurstöður eru þær að valdefling er ferli sem eflir styrk og getu einstaklinga eða hópa til framkvæmda og ákvarðana í eigin lífi. Í ferlinu er stuðlað að því að efla sjálfsmynd einstaklinga og sjálfstraust sem leiðir til þess að aldraðir eru áfram virkir þátttakendur í samfélaginu á efri árum. Þannig stuðlar valdefling aldraðra að hugarfarsbreytingu sem felst í aukinni vitneskju, bæði hjá fagaðilum og öldruðum, sem styður það ferli sem valdefling er.
  Aldraðir á Íslandi hafa mikinn áhuga á þáttöku í skipulagningu þeirrar þjónustu er þeir nýta sér og hafa félagsráðgjafar í öldrunarþjónustu yfirburði til að stuðla að valdeflingu þeirra.
  Gera þarf langtímaáætlanir um valdeflingu aldraðra í samfélaginu en hægt er að hvetja til hennar með hlutdeild notenda í uppbyggingu stefnumótunar og í framkvæmd þeirrar þjónustu er þeir nýta sér, á meðan heilsa þeirra leyfir. Á þann hátt er stuðlað að valdeflingu þegar aldraðir taka upplýstar ákvarðanir um eigin velferð.
  Aldraðir eru hópur ólíkra einstaklinga sem þarfnast þess að fá að lifa óbreyttu lífi eins lengi og unnt er. Valdefling er aðferð sem gerir þeim kleyft að vera áfram virkir þátttakendur í samfélaginu til jafns við aðra þegna.

Accepted: 
 • May 2, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8163


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Jóhanna Jóhannesdóttir BA TIL ÚTPRENTUNAR.pdf641.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open