is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8164

Titill: 
  • Umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað/sambúðarslit
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hvernig umgengni barna við foreldra sína eftir skilnað eða sambúðarslit sé best háttað. Samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 hefur barn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Sýslumanni í umgengnismálum ber að ákvarða og úrskurða það sem hann telur best henta barni hverju sinni. Þessi tvö atriði geta stangast á, þar sem umgengni beggja foreldra er ekki alltaf æskileg. Í ritgerðinni verður leitast við að svara tveimur spurningum:
    1. Hvernig er umgengni barna við foreldra sína best háttað eftir skilnað?
    2. Hvaða þættir skipta máli þegar umgengni barna við foreldra sína er ákvörðuð eftir skilnað eða sambúðarslit þeirra?
    Til að svara þessum spurningum voru skoðaðar bæði íslenskar og erlendar rannsóknir til að sýna fram á mikilvægi tengsla barns við foreldra sína auk mismunandi fyrirkomulags á umgengni. Þá voru skoðaðar rannsóknir til að varpa ljósi á það hvort að hagsmunir barns séu ekki er alltaf hafðir að leiðarljósi þegar ákvarðað er um umgengni. Helstu niðurstöður eru þær að ekki skipti öllu máli hvernig umgengni er háttað og auk þess hefur ekki verið sýnt fram á það að ákveðin umgengni sé betri en önnur. Þó að rúm umgengni við báða foreldra sé mikilvæg og það að báðir foreldrar taki virkan þátt í lífi barns, þá er fyrst og fremst mælt með góðri samvinnu foreldra og jákvæðum samskiptum, ásamt því að umgengnin sé ekki skaðleg á neinn hátt fyrir barnið. Jöfn búseta hefur lítið verið rannsökuð sem og það hvort umgengnisrétti sé beitt sem rétti foreldra eða barns þegar verið er að dæma um umgengni.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Linda Rós Jóhannesdóttir.pdf473.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna