is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8165

Titill: 
  • Atvinnuhæfni á tímum óvissu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leitin að draumastarfinu er ekki auðveld. Hún er þó verkefni sem við viljum glíma við, því flesta langar til að finna áhugavert starf sem er hentar áhugasviði og hæfileikum sínum. Heppilegt er ef hægt væri að fá vísbendingar um hvaða þættir auka möguleika okkar á að fá starf sem við höfum áhuga á. Í ritgerðinni er skoðað hvort ákveðnir þættir séu vænlegir til þess.
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er atvinnuhæfni meistaranema sem útskrifast hafa úr stjórnunartengdu námi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er tvíþætt, annars vegar að gera yfirlit yfir hvað atvinnuhæfni er og lýsa fræðilegri umfjöllun um hugtakið og tengd atriði. Hins vegar að framkvæma rannsókn á atvinnuhæfni, gera grein fyrir niðurstöðunum og ræða þær út frá íslenskum aðstæðum. Efnahagshrunið árið 2008 hefur haft í för með sér stóraukið atvinnuleysi og skert tækifæri til starfsþróunar og sett svip sinn á íslenskt vinnuumhverfi og samfélagið í heild sinni.
    Höfundur notar samspil eigindlegrar og megindlegar aðferðafræði, rýnihóp annars vegar og spurningalista hins vegar. Leitast var við að svara rannsóknarspurningum er snúa að atvinnu að námi loknu (1), mati þátttakenda á almennum og stuðnings þáttum atvinnuhæfni (2) og síðan hvort finna megi tengsl á milli almennu þátta og stuðningsþáttanna. (3). Rannsóknin byggir að hluta á rannsókn Rothwell, Herbert og Rothwell frá árinu 2008. Höfundur telur víst að ekki hafi verið framkvæmd sambærileg rannsókn á Íslandi áður.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að útskrifaðir nemendur eru tiltölulega fljótir að fá vinnu sem þeir telja við hæfi miðað við það nám sem þeir luku og atvinnuleysi er ekki mikið meðal þeirra. Þeir almennu þættir atvinnuhæfni sem eru metnir hæst eru starfsreynsla, menntun, lærdómsgeta, persónuleiki, aðlögunarhæfni og framkoma og klæðnaður. Þátttakendurnir mátu almenna þætti atvinnuhæfni öðruvísi fyrir þá sjálfa en fyrir aðra. Ýmis tengsl fundust milli þáttanna sjálfra og við bakgrunnsbreytur.
    Lykilhugtök ritgerðarinnar eru atvinnuhæfni, vinnumarkaður, þekking, þekkingarstarfsmaður, sálfræðilegur samningur og starfsferill.

  • Útdráttur er á ensku

    Finding one´s dreamjob is not an easy task, but is still something that we are willing to undertake, because most of us want to find an interesting occupation that suits our range of interests and our talents. Any indications of factors that will increase our possibilities of finding the job we are interested in would be of great assistance. In this masters thesis we look at factors that might prove helpful for this purpose.
    The subject of this thesis is employability. The purpose of the thesis is twofold. Firstly, to give an overview of the theoretical discussion on employability and define the concept by using conceptual analysis. Secondly, to execute a study on employability of graduate students of those who have graduated with a master degree from the University of Iceland School of Business (UISB), report the findings and discuss them in context of conditions in the Icelandic labour market. The meltdown of the Icelandic economy in 2008 has caused unemployment to increase significantly, impared the labour force possibilities of vocational training and thus affected the conditions in the labour market and society as whole.
    The aim of the study, which uses mixed methods (focus group and questionnaire), was to answer research questions concerning employment after graduation (1), the participant‘s evaluation of general and supporting employbility factors (2) and to examine any connections that might exist between these factors (3). The study is partly based on Rothwell, Herbert and Rothwell’s study from 2008. The concept of employability has not been examined in this particular manner before in Iceland.
    The results indicate that the selected UISB graduate students find an appropriate occupation fairly soon after graduation and unemployment among them is relatively low. The general employability factors that receive the highest score are: Work experience, education, ability to learn, personality, adaptability and appearence. The participants of the study evaluated the factors different for themselves than for others. Various relations were found between the general factors themselves, and between the general and supporting factors.
    Key concepts are employability, labour market, knowledge, knowledge worker, psychological contract and career.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSMannstjHRR.pdf2.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna