en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8168

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif skertrar félagsfærni á tengslamyndun barna og unglinga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar var að skoða hvaða áhrif skert félagsfærni hefur á tengslamyndun barna og unglinga. Til að afla sér upplýsinga um málefnið notaðist höfundur við heimildir. Helstu heimildir sem notaðar voru í ritgerðinni voru um tengslakenningar og fjölskyldumál ásamt heimildum um félagsfærni og þær raskanir sem geta haft áhrif á hana.
    Margar ástæður geta verið fyrir skertri félagsfærni og eru þær meðal annars skert tengslamyndun móður við barn í bernsku eins og kenningar Johns Bowlby og Eriks H. Erikson benda til. Tengslamyndun á milli móður og barns er ein af grunnforsendum þess að barn eigi síðar á lífsleiðinni gott með að mynda tengsl við aðra aðila og vera andlega heilbrigur einstaklingur. Einnig geta einstaklingar þjáðst af röskunum sem hafa áhrif á félagsfærni þeirra. Helstu raskanir sem fjallað verður um í þessari ritgerð og hafa áhrif á félagsfærni eru ofvirkni, einhverfa, félagsfælni og hegðunarraskanir.
    Félagsráðgjafar geta gert ýmislegt í starfi sínu til að stuðla að aukinni félagsfærni barna og unglinga og má meðal annars nefna kennsluefnið Stig af stigi. Rannsóknir á Stig af stigi sýna að með notkun þess sé hægt að auka félagsfærni einstaklinga. Jafnframt hefur það sýnt sig að sérstök uppeldisnámskeið sem foreldrar geta sótt auka færni þeirra til að ala upp börn með betri félagslega eiginleika. Með því að foreldrar geti alið upp börn og unglinga sem eiga auðvelt með félagsleg samskipti skilar það þjóðfélaginu öflugum einstaklingum sem eiga gott með að laga sig að því sem að höndum ber hverju sinni.

Accepted: 
  • May 2, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8168


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kristrún Oddsdóttir skemma.pdf469.06 kBOpenHeildartextiPDFView/Open