is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8170

Titill: 
  • Almanaksáhrif. Vísbendingar af erlendum hlutabréfamörkuðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aðalmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna tilvist almanaksáhrifa á bandarískum hlutabréfamarkaði frá janúar 1989 til desember 2010. Nánar tiltekið var samband ávöxtunar Standard og Poor‘s 500 vísitölunnar við vikudaga, mánuði og daga í kringum mánaðamót kannað. Notast við var línulega aðhvarfsgreiningu og Kruskal-Wallis próf. Tölfræðiprófin voru einnig framkvæmd eftir að tímabilinu hafði verið skipt í tvennt.
    Rannsóknin leiðir í ljós að á fyrri hluta tímabilsins var marktækt samband á milli ávöxtunar og vikudaga. Ekki var um hefðbundin „mánudagsáhrif“ að ræða þar sem ávöxtun mánudaga reyndist marktækt jákvæð. Ekkert marktækt samband ávöxtunar og vikudaga greinist á síðari hluta tímabilsins. Að sama skapi greindist ekki marktækt samband á milli ávöxtunar og mánaða og því fundust ekki merki um hin svokölluðu „janúaráhrif“. Aftur á móti greindist marktækt samband á milli ávöxtunar og fyrsta viðskiptadags eftir mánaðamót. Ekki ber tölfræðiprófum saman hvort umframávöxtun um mánaðamót hafi horfið á síðari hluta tímabilsins.
    Umfang rannsóknarinnar var víkkað og Morgan Stanley Capital International vísitölum 20 landa var bætt við. Notast var við gögn frá janúar 2001 til desember 2010. Rannsóknin gefur vísbendingar þess efnis að samband ávöxtunar, vikudaga og mánaða sé nánast eingöngu til staðar þegar að um hlutabréf lítilla fyrirtækja er að ræða, en að ávöxtun um mánaðamót sé ekki bundin við lítil fyrirtæki heldur finnist einnig í ávöxtun hlutabréfa stórra fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Almanaksahrif.pdf1,13 MBLokaðurHeildartextiPDF