is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8172

Titill: 
  • „Og hann hefur bara þjónað mér síðan.“ Hvað einkennir góðan iðnaðarmann?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvað einkennir góðan iðnaðarmann? Til að svara henni var settur saman viðtalsrammi og á grunni hans tekin 10 eigindleg viðtöl við einstaklinga til að afla upplýsinga um reynslu af iðnaðarmönnum, einkum á heimili eða langvarandi dvalarstað. Greining og túlkun á viðtölunum gaf vísbendingar um að gera mætti tilraun til að lýsa góðum iðnaðarmanni sem fagmanni sem sjái til þess að upplýsingaflæði sé greitt, viðhafi skipuleg vinnubrögð, tileinki sér góða framkomu og umgengni, sé úrræðagóður með gott auga, lesi aðstæður og tryggi verklok. Ef iðnaðarmaður kemur til móts við þessar áherslur viðskiptavina gæti það skapað ánægju, stuðlað að tryggð og þannig myndað grundvöll fyrir aukinn hagnað.
    Auk þess voru nokkur atriði sem tengjast þjónustu iðnaðarmanna könnuð sérstaklega: Reynsla af erlendum iðnaðarmönnum, greiðslufyrirkomulag, hvernig komist er í kynni við iðnaðarmenn, orðspor, tryggð og ágreiningur. Reynsla viðmælenda af vinnu erlendra iðnaðarmanna var ólík. Annars vegar voru þeir afar ánægðir og hins vegar frekar ósáttir. Margt benti til þess að önnur atriði en þjóðerni yllu óánægjunni. Vísbendingar komu fram um að tilboð væru algengari í stórum verkum en tímakaup í þeim smærri. Merki sáust um að þeir sem sækjast eftir miklum gæðum notist meira við tímakaupsleið. Flestir viðmælendur studdust við upplýsingar frá ættingjum, vinum eða þeim sem til þekktu til að komast í kynni við iðnaðarmann – orðspor virtist því vera þýðingarmikið. Þá virtist ýmislegt benda til þess að iðnaðarmenn gætu skapað mikla tryggð jafnvel þótt viðskiptavinir væru ekki alltaf algerlega ánægðir með störf þeirra. Ágreiningur var einkanlega um kostnað, galla og ef erfitt reyndist að fá iðnaðarmenn til að sinna verkum eða ljúka við þau. Viðmælendur höfðu nær aldrei leitað til þriðja aðila með ágreiningsmál heldur annaðhvort sett niður deilur í samvinnu við iðnaðarmenn eða ekki gert mikinn ágreining en í staðinn skilið ósáttir.

Samþykkt: 
  • 2.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerdAslaugThoraHalldorsdottir.pdf1.37 MBLokaðurHeildartextiPDF