is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8175

Titill: 
 • „Hetja eða hornkerling.“ Atvinnumöguleikar, hæfni og væntingar miðaldra stjórnenda á íslenska vinnumarkaðnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn eru skoðaðir atvinnumöguleikar, hæfni og væntingar miðaldra stjórnenda á Íslandi. Það vakti áhuga rannsakanda að skoða hverjir væru atvinnumöguleikar miðaldra stjórnenda og hvort greina mætti nýjar áherslur eftir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Einnig vakti áhuga að kanna hvort vinnumarkaðurinn væri á einhvern hátt að undirbúa breytta aldurssamsetningu vinnuaflsins á komandi árum og koma til móts við breyttar áherslur kynslóða.
  Við rannsóknina var að mestu leyti stuðst við eigindlega aðferðafræði. Einnig voru staðlaðir listar lagðir fyrir viðmælendur sem heyra undir megindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við 12 viðmælendur, fjórir störfuðu hjá ráðningarstofum, fjórir voru atvinnurekendur í leit að stjórnanda og fjórir voru miðaldra atvinnuleitendur sem sóttust eftir stjórnendastarfi.
  Helstu niðurstöður eru að vinnumarkaðurinn er ekki að undirbúa breytta aldurssamsetningu vinnuaflsins eða koma til móts við breyttar áherslur kynslóða.
  Viðhorf og væntingar miðaldra stjórnenda er að taka fullan þátt í vinnumarkaðnum og eiga möguleika á sveigjanleika síðustu árin. Viðhorf atvinnurekenda og ráðningarstofa gagnvart miðaldra stjórnendum var fremur jákvætt en þeir töldu að hætta væri á minnkun á aðlögunarhæfni og drifkrafti með aldrinum.
  Miklar breytingar eru á áherslum stjórnenda á Íslandi fyrir og eftir hrun og eru helstu einkenni í dag traust, varfærni, reynsla og meðvitund um siðferði.
  Viðmælendur greindu hæfnisþætti stjórnenda og voru mikilvægustu þættirnir: þróun annarra, frumkvæði, jákvæð afstaða, sjálfsöryggi, rökræn hugsun og styrkur og aðlögunarhæfni.
  Niðurstöður benda til þess að atvinnumöguleikar miðaldra stjórnenda séu betri í dag en fyrir hrun því nú er eftirspurn eftir reynslu. Aftur á móti eru mun færri stjórnunarstöður í boði í dag heldur en fyrir hrun og margir um hverja stöðu.

Samþykkt: 
 • 2.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Una mastersritgerð maí 2011 loka.pdf805.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna