is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8176

Titill: 
  • Vanræksla og tilkynningarskylda í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn eru vanrækt af ólíkum ástæðum en það er eitt af mörgum hlutverkum grunnskólanna að sinna lögbundinni tilkynningaskyldu til barnaverndaryfirvalda.
    Markmið rannsóknarinnar minnar var að kanna vanrækslu barna og hvernig grunnskólarnir standa að tilkynningarskyldu til barnaverndarnefnda og kanna verklag þeirra þegar grunur er um misbrest. Rannsóknarspurningarnar sem liggja til grundvallar eru hvort ákveðið verklag sé til staðar þegar grunur er um misbrest í uppeldi skólabarna, hvernig skólarnir skilgreina vanrækslu og hvort kennarar séu meðvitaðir um tilkynningaskyldu sína.
    Rannsóknin var unnin á tímabilinu september 2006 til marsloka 2007. Þetta er eigindleg rannsókn sem byggir á viðtölum við þrjá skólastjórnendur, starfsmann barnaverndarnefndar og starfsmann Barnaverndarstofu. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er talsvert um vanrækslu barna hér á landi og eru tilfellin sem skólarnir tilkynna til barnaverndarnefndar mörg og ólík. Einnig komu fram áhugaverðar vísbendingar sem benda til þess að íbúa- og skólahverfi, ásamt félagslegri stöðu foreldra hafi hugsanlega áhrif á umfang og fjölda tilfella.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Vanræksla 1.maí 2011 V9.pdf513.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna