is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8181

Titill: 
 • Umbótastefna Nóa Siríus. Endurbætur á skrifstofurýminu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði fjallar um umbótastefnu Nóa Siríus með áherslu á endurbætur á skrifstofurými fyrirtækisins. Umbótastefnan byggir á fræðum straumlínustjórnunar og farið er yfir aðferðafræðina og hvernig eigi að innleiða hana til að ná betri árangri í rekstri fyrirtækisins. Með endurbótum á skrifstofurýminu var markmiðið að bæta upplýsingaflæði milli starfsmanna og efla teymisvinnu til þess að auðvelda úrlausnir verkefna og vandamála. Farið verður yfir hvernig framkvæmd breytinganna fór fram, og hvernig staðan var fyrir og eftir breytingar.
  Breytingar sem þessar hafa mikil áhrif á starfsfólkið, en mannlegi þátturinn er kjarni fyrirtækisins og því nauðsynlegt að hlúa vel að honum. Farið verður yfir aðferðafræði breytingastjórnunar og greint frá því hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga þegar innleiða á breytingar í fyrirtækinu. Fjallað verður um viðbrögð starfsmanna og hvernig eigi að vinna á andstöðu ef að svo kæmi til.
  Viðhorfskönnun var endurtekin fyrir þá starfsmenn Nóa Siríus sem starfa í skrifstofurýminu, en hún hafði áður verið lögð fyrir stuttu eftir breytingarnar á rýminu. Með viðhorfskönnuninni var ætlað að mæla hvort markmiðum breytinganna hafi verið náð og hvernig gengi að eiga við þær áskornir sem fylgdu í kjölfari, en einnig til þess að sjá hvort viðhorf starfsmanna hafði breyst eitthvað á þessum átta mánuðum sem leið á milli kannanna.
  Niðurstöður viðhorfskönnunarinnar sýna að markmiðum með breytingunum hafi að miklu leyti verið náð. Sérstaklega eru niðurstöðurnar jákvæðar hvað varðar aukið upplýsingaflæði og betri samvinnu milli þátttakenda og annarra starfsmanna í rýminu, einnig við stjórnendur. Hins vegar kom fram að mun meiri truflun væri nú en fyrir breytingar og að starfsfólk ætti erfitt með að vinna með trúnaðarupplýsingar. Í heildina litið voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar í garð breytinganna, og ánægja hafði aukist lítillega á milli kannanna. Kom í ljós að einnig voru nokkrir aðilar sem voru alls ekki ánægðir með vinnuaðstöðuna sína og framgang mála, en erfitt er að segja til um hvort það megi rekja beint til breytinganna á skrifstofurýminu því margt getur spilað inn í.
  Í samantekt er lagt upp með að skoða hvernig staða fyrirtækisins er nú eftir breytingar og hvort úrbóta sé vant. Þá eru rýnt í niðurstöður könnunarinnar og stungið upp á aðferð til þess að nálgast starfsmenn frekar og fá þau til þess að tjá sig um hverju þau myndu vilja breyta og þá hvernig, en einnig eru settar fram tillögur um hvernig mætti auka starfsánægju og vinnugleði starfsmanna sem skilar sér svo í meiri orku, framleiðni og nýsköpun.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umbótastefna Nóa Siríus.pdf2.09 MBLokaður til...01.01.2047HeildartextiPDF