Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8182
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að gera heildstæða samantekt á innkaupum ríkisins og því regluverki sem er um framkvæmdina, úttekt á eftirliti með henni og tillögur að úrbótum.
Í fyrsta lagi er skoðað heildar umfang útgjalda ríkisins ársið 2009 og ráðstöfun eftir meginþáttum í samræmi við staðla Sameinuðu Þjóðanna og í samhengi við helstu þjóðhagsstærðir, að mestu byggt á upplýsingum úr ríkisreikningi og tölfræðiupplýsingum af vef Hagstofu Íslands.
Í öðru lagi er skoðuð framkvæmd innkaupanna. Fjallað er um þær reglur og leiðbeiningar sem löggjafarvaldið hefur sett um framkvæmdina og þá stefnu og verklagsreglur sem framkvæmdavaldið hefur sett sér. Jafnframt um þróun og forsögu þessa regluverks sem meðal annars er tilkomið vegna þátttöku og aðildar Íslands að: alþjóðaviðskiptasamningum (WTO), viðskiptasamböndum landa (EFTA) og innri markaði Evrópu eða á Evrópska efnahagssvæðinu. En þetta samstarf hefur leitt til samræmingar á löggjöf Íslands að þessu leyti við þær reglur sem Evrópu þingið og ráðið hefur sett Evrópusambandsríkjunum.
Í þriðja lagi er úttekt á eftirliti með framkvæmd innkaupa og hvaða aðilar koma þar að og hvaða hlutverki þeir hafa að gegna. Jafnframt er fjallað um helstu nýjungar og tilgang þeirra.
Að lokum er niðurstaða þar sem fjallað er um helstu atriði sem þarf að skoða og bæta úr. Sérstaklega er það mat höfundar að bæta þurfi alla rafræna umsýslu þannig að bæta megi kostnaðargreiningar. Upplýsingakerfi ríkisins þurfa að gefa betri mynd af innkaupum með flokkun eftir eðli innkaupa (jafnvel magnupplýsingum) og rekstri ríkisins með meiri aðgreiningu og rekstrarbókhaldi innan ríkisaðila eftir verkefnum og starfsemi. Jafnframt er mikilvægt að taka upp og innleiða rafrænt umsýslukerfi við framkvæmd útboða og verðsamkeppni um innkaupasamninga meðal ríkisaðila til að annast innkaup sín í meira mæli sjálfir undir eftirliti. Markmiðið með slíku kerfi væri einnig að tryggja jafnræði og gagnsæi í framkvæmd og hagnýta upplýsingagjöf um innkaupsamninga ríkisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MGS _2708587249_BS_Ritg_Viðskfr_d03052011.pdf | 1.29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |