is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8184

Titill: 
  • Um setningagerðir sagna í íslenskum orðabókum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi lokaritgerð fjallar um setningagerðarupplýsingar eins og þær eru settar fram í nokkrum íslenskum orðabókum. Ég velti upp þremur spurningum: (1) Eru setningagerðarupplýsingar útskýrðar fyrir orðabókanotanda? (2) Hvaða setningagerðarupplýsingar er að finna í orðabókunum? (3) Hvernig eru setningagerðarupplýsingar settar fram?
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar fjalla ég almennt um orðabækur og notendur þeirra sem leita að mismunandi upplýsingum í orðabókum. Í öðrum kafla er fjallað um setningagerðarupplýsingar sagna í íslenskum orðabókum, meðal annars um áhrifsgildi, fall andlags, fall aukafrumlags í ópersónulegum sögnum, muninn á lifandi og ólifandi frumlagi jafnt sem andlagi og miðmynd sagna. Síðan eru kynntar nokkrar aðferðir sem orðabókarhöfundar nota í einmála og tvímála orðabókum til að sýna setningagerðarupplýsingar svo sem setningarhausa og dauð og raunveruleg dæmi. Í þriðja kafla eru kynntar orðabækur sem ég hef valið fyrir rannsóknina, nefnilega ein einmála orðabók og sex tvímála orðabækur, og 19 sagnorð sem ég hef valið af handahófi til þess að skoða hvaða setningagerðarupplýsingar orðabækur gefa um þessar sagnir. Í fjórða kafla eru orðabækurnar kynntar og athugaðar eru sérstaklega setningagerðarupplýsingar í inngangi hverrar orðabókar. Síðan skoða ég hvaða setningagerðarupplýsingar eru raunverulega gefnar í völdum sögnum. Í fimmta kafla eru orðabækurnar bornar saman og niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar þar sem m.a. kemur fram að í öllum orðabókunum, sem ég hef athugað, nema í tveimur vantar leiðbeiningar um setningagerðarupplýsingar í inngangi orðabókanna. Í öllum orðabókunum eru setningagerðarupplýsingar settar fram en talsverður munur er á fjölda setningagerðarupplýsinga vegna mismunandi stærð orðabókanna. Snið setningagerðar er yfirleitt það sama – í öllum orðabókum eru notuð dauð og raunveruleg dæmi og skammstafanir til að bæta við setningagerðarupplýsingum. Í lok ritgerðarinnar er gerð grein fyrir nokkrum atriðum sem valda notendum erfiðleikum við að finna réttar setningagerðarupplýsingar m.a. tvíræðni í raunverulegum dæmum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ales_chejn_lokarverkefni.pdf279.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna