is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8185

Titill: 
 • Ímynd TM meðal háskólanema
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna ímynd TM meðal háskólanemenda á Íslandi og athuga hvar ímynd félagsins væri staðsett samanborið við hin stærstu tryggingafélögin, Sjóvá, Vís og Vörð. Einnig var varpað ljósi á stöðu TM hvað vörumerkjavitund og aðgreiningu varðar.
  Ímynd fyrirtækja er ein mikilvægasta eign þeirra. Eftir efnahagshrunið hefur verðmæti ímyndar einungis aukist. Mikil samkeppni hefur ríkt á íslenska tryggingamarkaðnum sem gerir það að verkum að ímynd tryggingafélaganna verður sífellt ríkari þáttur í markaðsstarfinu. Vegna einsleitni tryggingamarkaðarins er síður en svo auðvelt fyrir tryggingafélög að aðgreina sig hver frá öðru, þar sem þjónustan sem þau veita er sú sama.
  Rannsakandi notast við megindlega aðferðafræði í rannsókn sinni og var spurningalisti dreifður út á vefformi. Þrettán staðhæfingar voru settar fram sem eiga að meta ímynd TM og þeirra helstu samkeppnisaðila. Niðurstöður voru síðan birtar á vörukorti.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þrátt fyrir neikvætt viðhorf gagnvart tryggingafélögum nú í dag mætti með sanni segja að ímynd TM sé skýr miðað við önnur tryggingafélög á íslenskum markaði. Vörumerkið sjálft er sterkt og samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er félagið með einna jákvæðustu ímyndina af þessum fjórum stærstu félögum á tryggingamarkaðnum. TM var ekki einvörðungu talið vera með jákvæðustu ímyndina heldur að auki það félag sem flestir háskólanemar myndu velja ef þeir væru að tryggja sig í dag. Mikil samkeppni er á tryggingamarkaðnum og í ljósi þessarar samkeppni er athyglisvert að ímynd stærstu tryggingafélaganna tveggja, Vís og Sjóvá, er sögð vera einna neikvæðust. Vís og Sjóvá hafa verið stærst á markaði í langan tíma en ályktun rannsakanda er sú að hin félögin eru smám saman að sækja í sig veðrið.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð, ímynd TM.pdf1.04 MBLokaðurHeildartextiPDF