is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8187

Titill: 
  • Notkun almannatengsla í markaðsstarfi 100 stærstu fyrirtækja landsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn var gerð meðal stjórnenda markaðssmála í 100 stærstu fyrirtækjum landsins, með það að markmiði að varpa ljósi á notkun þeirra á almannatengslum við markaðsfærslu á vörum/þjónustu sínum. Settar voru fram 8 rannsóknarspurningar sem svarað var með frumgögnum þar sem viðfangsefnið hefur ekki verið rannsakað áður hér á landi eftir því sem rannsakandi kemst næst. Notast var við spurningarlista til að afla gagna og voru spurningarnar hannaðar út frá rannsóknarspurningunum og fræðilegum heimildum. Alls voru það 33 stjórnendur sem svöruðu spurningarlistanum en ógilda þurfti þrjá lista.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast 100 stærstu fyrirtæki landsins nýta sér almannatengsl við markaðsfærslu á vörum og þjónustu. Rannsóknin sýndi að almannatengsl eru í flestum tilfellum notuð til þess að sýna fram á samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og ýta þannig undir traust neytenda. Einnig virðast almannatengsl vera notuð við markaðssetningu á nýjum vörum og sem viðbrögð við slæmri umfjöllun um vörur/þjónustu. Markaðstjórarnir stjórna í langflestum tilfellum notkun almannatengsla við markaðsfærslu vara/þjónustu og fréttatilkynningar eru það tæki og tól almannatengsla sem helst er notað. Markaðsstjórarnir telja almanntengsl vera mikilvægan hluta af markaðsfærslu vara/þjónustu og niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að almannatengsl eru oft hluti af markaðssamskiptaáætlun fyrirtækja. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að menntun markaðsstjóra hafi áhrif á notkun almannatengsla við markaðsfærslu og að þeir sem ekki hafa menntun í markaðsfræði séu hlynntari notkun þeirra.
    Notkun almannatengsla við markaðsfærslu á vörum og þjónustu hefur ekki verið rannsökuð áður eftir því sem best er vitað. Rannsóknin setur áhugaverðar vísbendingar um notkun almannatengsla í 100 stærstu fyrirtækjum landsins

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð_Rakel_Armannsdóttir_vor_2011.pdf1.34 MBLokaðurHeildartextiPDF