is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8190

Titill: 
  • Ástand verðmerkinga í sýningargluggum verslana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lög kveða á um að allar vörur í verslunum og sýningargluggum skuli vera skýrt verðmerktar. Það er réttur neytenda og einungis þannig geta þeir á auðveldan hátt áttað sig á samhenginu á milli vöru og verðs. Misjafnt er þó hvort eða hvernig verslanir fara eftir þessum lögum.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna í hversu miklum mæli verslunareigendur fari að lögum er varða verðmerkingar ásamt því að sjá hvort þeim hefur fjölgað á milli ára er svo gera. Rannsókn var gerð til að kanna ástand verðmerkinga í sýningargluggum verslana í Kringlu, Smáralind og á Laugavegi. Rannsóknin var framkvæmd í viku 9 árið 2011, dagana 27. febrúar til 5. mars. Niðurstöður rannsóknarinnar voru einnig bornar saman við niðurstöður eldri rannsókna um sama efni og kannaður var hvort munur væri á ástandi verðmerkinga milli árstíma, þar sem rannsóknirnar voru ýmist gerðar á fyrsta ársfjórðungi eða þeim fjórða.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að rétt rúmlega helmingur verslana var með verðmerkingar sýningarglugga sinna í lagi. Verslanir Smáralindar komu einna best út úr þessari rannsókn, þar á eftir verslanir Kringlunnar en verslanir á Laugaveginum ráku lestina þar sem verðmerkingum var mjög ábótavant í um helmingi tilvika. Þegar niðurstöður voru bornar saman við eldri rannsóknir kom það í ljós að sýningargluggum fer fjölgandi þar sem vel er staðið að verðmerkingum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ástand verðmerkinga í sýningargluggum verslana.pdf743.37 kBLokaðurHeildartextiPDF