Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8196
Samfélagsleg ábyrgð er hugtak sem víða er notað í okkar samfélagi. Þetta hugtak er alltaf að verða meira áberandi í viðskiptalífinu. Fyrirtæki stór sem smá segja gjarnan að þau séu samfélagslega ábyrg en oft er raunin allt önnur. Það hefur verið útbreiddur misskilningur hjá fyrirtækjum að ef þau leggi fé til góðgerðarmála séu þau samfélagslega ábyrg. Svo er reyndar ekki. Samfélagsleg ábyrgð snýst ekki um að fyrirtæki leggi fé til góðgerðarmála heldur að það skili ávinningi til samfélagsins, ávinningi sem verður meðal annars til við endurnýtingu á auðlindum sem fyrirtækin nota í rekstri sínum, aukins ímyndar, trausts og orðspors viðskiptavina sinna.
Skoðað var hvernig Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hefur nýtt samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum og hvernig sú ábyrgð birtist í rekstri fyrirtækisins. Rannsóknarspurningin er því sú hvað samfélagsleg ábyrgð er og hvernig hún birtist í starfsemi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Hér var aðallega verið að skoða birtingarmyndir ábyrgðarinnar með tilliti til trausts og orðspors fyrirtækisins.
Það þykir ljóst að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki, sem vill leggja sitt að mörkum að hlúa betur að því samfélagi sem það starfar í. Það hefur að fremsta megni reynt að skila til samfélagsins ávinningi í formi forvarna til ungs fólks, um skaðsemi þeirra vara sem það selur og hvetur ungt fólk til að bíða með að neyta áfengis fyrr en það hefur tilskyldan aldur til. Einnig hefur það lagt sitt að mörkum að stuðla að ábyrgri neyslu áfengis og leggur áherslu á að akstur og áfengi fara ekki saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildartexti.pdf | 1.04 MB | Lokaður | Heildartexti |