is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8199

Titill: 
 • Ferli auglýsingagerðar fyrir sjónvarp á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íslenski auglýsingaiðnaðurinn er margþættur en hugmyndaauðgi og mikill hraði eru helstu einkenni hans. Í þessari ritgerð er iðnaðurinn skoðaður með gerð sjónvarpsauglýsinga í huga. Leitast er við að varpa ljósi á fræðin á þessu sviði, einna helst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þau eru síðan borin saman við starfshætti auglýsingastofa hérlendis.
  Tilgangur rannsóknar höfundar var að svara spurningunni; Hvernig er ferli sjónvarpsauglýsingagerðar á Íslandi og hvernig má bæta það með það að markmiði að búa til betri auglýsingar?
  Gerð var eigindleg rannsókn í formi hálf opinna viðtala þar sem talað var við aðila sem koma að auglýsingagerð fyrir sjónvarp á Íslandi. Þýðið voru allar auglýsingastofur innan Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Þýði og úrtak voru sjö auglýsingastofur og var þátttaka í rannsókninni 100%.
  Spurningalistinn sem notaður var í rannsókninni innihélt spurningar um ferlið sem á sér stað við gerð sjónvarpsauglýsinga, auglýsendur, auglýsingastofurnar, vandamál sem kunna að koma upp í ferlinu, mögulegar lausnir, óskastöðu auglýsingastofa, framleiðslufyrirtæki og rannsóknir.
  Markmið verkefnisins er að leggja saman þekkingu viðmælenda og fræðin sem fjalla um þetta svið auglýsinga í þeirri von að hvort tveggja geti nýst sem leiðbeiningar fyrir íslenskar auglýsingastofur og íslensk fyrirtæki. Lögð var áhersla á að fá heildarmynd af starfsemi auglýsingastofa innan SÍA og hvernig megi bæta ferlið með það að markmiði að búa til betri auglýsingar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að því betur sem auglýsendur eru undirbúnir áður en þeir leita lausna hjá auglýsingastofu og taka þátt í ferlinu við gerð sjónvarpsauglýsinga frá byrjun eru meiri líkur á að þau markmið sem sett voru standist. Helstu vandamál auglýsingastofa eru tími og peningar. Oft eru stofurnar í kappi við tímann þar sem þær fá stuttan tíma til að skila af sér verkum. Rannsóknir eru mikilvægur þáttur í ferlinu svo líklegra er að árangur náist ef þær hafa farið fram. Hins vegar eru rannsóknir af skornari skammti nú um stundir vegna efnahagsástandsins.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8199


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ferli_auglysingagerdar_fyrir_sjonvarp_a_Islandi.pdf725.82 kBLokaðurHeildartextiPDF