is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8202

Titill: 
  • Samrunar skipulagsheilda og áhrif á fyrirtækjamenningu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samrunar skipulagsheilda er algeng leið félaga til vaxtar til að auka arðsemi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að meirihluti samruna ná ekki tilsettu markmiði og árangri. Ástæðan er talin vera sú að ekki sé hlúið nógu vel að mannlega þættinum sem geri það að verkum að starfsmenn lifi í óvissu um framtíð sína hjá skipulagsheildinni og sameiningarferlið stoppar hjá starfsmönnum. Í þessari ritgerð verður fjallað um skipulagsheildir og vöxt þeirra og þá aðallega samruna sem leið til vaxtar. Þegar skipulagsheildir ganga í gegnum breytingar eins og fylgir samrunum þarf að huga að mörgum þáttum og breytingaferlið þarf góðan undirbúning áður en ráðist er til atlögu. Mannlegi þátturinn skiptir miklu máli og vinna þarf vel með starfsfólkinu. Í þessari ritgerð verður fyrirtækjamenningin skoðuð vel og verða helstu flokkar hennar taldir upp. Farið verður yfir ýmsar kenningar breytingastjórnunar og samrunaferlis Til að ná árangri í breytingum þarf að fá starfsfólkið með sér í lið og getur slíkt gerst fái það að vera með í ferlinu og allar þær upplýsingar og vitneskju um hvað koma skal. Starfsfólkið þarf að vera vel upplýst og koma þarf fram við það á hreinskilinn hátt. Loks verða rannsóknir á árangursríkum samrunum skoðaðar og mun niðurstaðan úr þeim sýna að vilji stjórnendur ná árangri þurfi að huga vel að starfsmönnum með góðu upplýsingaflæði.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Gudbjorg Erla.pdf735,59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna