is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8205

Titill: 
  • Hugsað fyrir horn. Notkun sviðsmynda við stefnumótun fyrirtækja
  • Titill er á ensku Thinking around corners. Using scenario planning as a strategic tool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stefnumótun er yfirgripsmikið hugtak og margar skilgreiningar til á því. Mikilvægt er að stjórnendur og ákvörðunaraðilar skilji fræðin svo fyrirtæki geti markað sér skýra stefnu, það er gert sér grein fyrir á hvaða leið þau eru, hvernig þau ætli að afmarka sig frá öðrum á markaðnum og hvar þau vilja sjá sig í framtíðinni. Stefnumótun á sér langa sögu og hafa í gegnum tíðina mörg stefnumótunartæki litið dagsins ljós. Tiltölulega stutt er síðan aðferðafræði sviðsmyndagreiningar kom fram á sjónarsviðið en sviðsmyndagreining er eitt af tækjum stefnumótunar. Sviðsmyndagreiningu er ætlað að aðstoða fyrirtæki og stjórnendur að horfa fram á veginn og reyna að sjá fyrir þróun mála og aðvífandi breytingar án þess endilega að hafa miklar forsendur fyrir því sem þeir telja að geti gerst.
    Markmið þessarar rannsóknar er að komast að hvort, og þá hvernig aðferðafræði sviðsmyndagreiningar hefur nýst íslenskum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun. Jafnframt verður leitast við að varpa ljósi á hvort aðferðin hafi nýst þeim við að marka sér skýra stefnu sem geti aðstoðað þau við að takast á við þá óvissu sem í framtíðinni býr.
    Helstu niðurstöður er þær að sviðsmyndagreining hefur nýst vel við íslenskar aðstæður og þau fyrirtæki og stofnanir sem notast hafa við aðferðina telja sig betur í stakk búin til að takast á við óvissa tíma. Þeir sem gengið höfðu í gegnum ferli sviðsmyndagreiningar áður en efnahagshrunið skall á, haustið 2008, voru allir sammála því að þau hafi verið mun betur undir það búin að takast á við breyttar aðstæður og getað brugðist mun hraðar við en annars hefði verið.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugsað fyrir horn - Notkun sviðsmynda við stefnumótun fyrirtækja- Ólafur Jónsson - locked.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna