is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8207

Titill: 
 • Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mál tengd fíkniefnum hafa mikið verið í umræðunni undanfarin ár. Fíkniefnabrot verða sífellt umfangsmeiri en stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar kom upp á haustmánuðum 2007, þegar lagt var hald á tæplega 100 kg af fíkniefnum um borð í skútu í höfninni við Fáskrúðsfjörð. Umræðan hefur verið frekar einsleit fram að þessu, þar sem þjóðhagslegur kostnaður vegna banns við fíkniefnum hefur ekki verið tekinn saman né hugsanlegur ábati við lögleiðingu.
  Markmið rannsóknarinnar var að greina heildarkostnað hins opinbera vegna eftirfylgni laga um fíkniefni árið 2009. Embætti og stofnanir sem koma að því að framfylgja lögunum eru lögreglan, ríkissaksóknari, dómstólar, fangelsismálastofnun og tollstjóri. Verkefni vegna fíkniefnamála eru greind og lagt mat á hlutfall þeirra af heildarstarfsemi sem og kostnað hvers embættis og heildarkostnað hins opinbera vegna þeirra 2009.
  Framlög hins opinbera 2009 til embættanna sem voru til rannsóknar voru samtals 11.824.650.838 kr. Hæst var framlag til lögregluumdæma eða 6.175.096.853 kr. Lægst voru framlög hins opinbera til Hæstaréttar eða 104.400.000 kr. Metið hlutfall verkefna vegna fíkniefnamála var hæst hjá Fangelsismálastofnun eða 29,6% en lægst hjá Hæstarétti eða 4,4%. Hlutfall á verkefnum vegna fíkniefna hjá öllum embættum samtals var metið 14,4% af heildarverkefnum. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála árið 2009 var hæstur hjá lögreglunni eða 494.406.214 kr. og lægstur hjá Hæstarétti eða 4.698.000 kr. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála er metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009.
  Hitt ber að hafa í huga að líklegt er að niðurstöðurnar séu bjagaðar. Ekki er ljóst hvort um ofmat eða vanmat sé að ræða. Bjögunin kemur til vegna skorts á upplýsingum. Tölfræði frá 2009 hafði ekki verið tekin saman í mörgum tilfellum og einnig vantar upp á aðgengilegar upplýsingar um einstök verkefni, deildir, starfsmannafjölda einstakra deilda og vinnustundir að baki einstakra málaflokka hjá öllum embættum.
  Rannsóknin vekur fleiri spurningar en hún svarar og myndi það teljast eðlilegt að stjórnvöld myndu rannsaka kostnað og ábata sem hlytist af lögleiðingu enn frekar. Umræða um jafn veigamikið mál þarf að vera upplýst og fordómalaus en til þess að það sé hægt þurfa að vera til ítarlegar og vandaðar rannsóknir um efnið.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni.pdf437.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna