en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8209

Title: 
 • Title is in Icelandic Viðskiptaáætlun fyrir óstofnaðan vínveitingastað
Keywords: 
Submitted: 
 • June 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Viðskiptaáætlun þessi er fyrir óstofnaðan vínveitingastað sem er með öðru sniði en venjan er. Engin skemmtun né sæti verða í boði og aðeins seldir snafsar og bjór.
  Markmið þessa óstofnaða reksturs er að veita þeim hluta markaðarins, sem vill ódýrara áfengi og snögga afgreiðslu, þjónustu.
  Með notkun stefnumiðaðrar stjórnunar voru tvenns konar greiningar framkvæmdar. Ytri greiningin sýnir að þessi iðnaður er frekar brotakenndur og enginn hefur yfirburði. Samkeppnin er mikil og hegðun kúnna hefur breyst töluvert undanfarin ár, minni drykkja og minni heildartími þeirra inni á stöðunum.
  Innri greiningin sýnir að engin uppspretta viðvarandi samkeppnisforskots er til staðar. Það sem mun aðgreina þennan rekstur frá öðrum er hversu einskorðaður hann er við þessa markaðshillu. Það helsta sem gæti verið rekstrinum til góða er að vera fyrstur á markaðinn, en auðvelt er fyrir aðra að herma eftir þessu viðskiptalíkani.
  Styrkur rekstursins í smárri yfirbyggingu er nýttur til þess að geta boðið lágt verð og hraða þjónustu hverju sinni. Starfsfólk er fátt og því auðvelt að koma öllum upplýsingum til allra á sama tíma.
  Núverandi markaðsaðstæður eru að markaðurinn er mjög einsleitur, samkeppnisaðilar einsleitir og flestir að bjóða upp á það sama þó svo það geti verið með mismunandi sniði. Markmið rekstursins skiptast í tvennt, fjárhagslega að ná sex milljón króna hagnaði fyrsta árið og markaðslega að ná að selja 52.000 einingar á hverju ári. Verðstefnan er sú að verðleggja eftir því sem kúnnanum finnst virði í að borga. Því verða nokkur verð í boði á snöfsunum, en þó eitt á bjórnum. Í söluáætluninni sést að ekki er sama sala í hverjum mánuði.
  Rekstrarhlutinn gerir ráð fyrir þremur starfsmönnum og opnunartíma um helgarkvöld.
  Með því að skoða fjármálin sést að þessi rekstur gæti borið sig. Könnun sem framkvæmd var sýnir að ekkert virðist koma á óvart og allar forsendur virðast ganga upp. Niðurstaða þessarar viðskiptaáætlunar er sú að réttast væri að setja hana í framkvæmd.

Accepted: 
 • May 3, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8209


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Vidskiptaaætlun.pdf877.26 kBLockedHeildartextiPDF