is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8210

Titill: 
 • Skemmtiflug með Páli Sveinssyni. Markaðsgreining
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Flugvélin Páll Sveinsson (Douglas C-47A) hefur gegnt viðamiklu hlutverki í íslenskri flugsögu. Allur flugrekstur vélarinnar hefur verið í höndum Þristavina og er markmið félagsins að varðveita og viðhalda flugvélinni. Viðskiptahugmynd Þristavinafélagsins felst í því að breyta flugvélinni úr áburðardreifingarvél í farþegavél og bjóða farþegum upp á stutt skemmtiflug.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf meðal íslenskra og norrænna Þristavina til skemmtiflugs með Páli Sveinssyni og hvort það sé markaður til staðar á meðal þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að því hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir skemmtiflugi með vélinni hérlendis. Til að ná markmiði rannsóknar eru eftirfarandi rannsóknarspurningar settar fram:
  Telja Þristavinir vera grundvöll fyrir því að hefja skemmtiflug með Páli Sveinssyni á Íslandi?
  Hversu mikilvægt telja Þristavinir að boðið sé upp á slíkt flug?
  Hvaða þjónustuþætti telja Þristavinir mikilvæga?
  Hversu líklegt er að Þristavinir myndu fara í flug með Páli Sveinssyni?
  Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var sendur rafrænt til Þristavina frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Alls tóku 463 meðlimir þátt í könnuninni.
  Helstu niðurstöður eru þær að ákveðinn grundvöllur er fyrir því að hefja skemmtiflug með Páli Sveinssyni á Íslandi og telja um 73% Þristavina mikilvægt að boðið sé upp á slíkt flug. Flestir (83%) telja að það sé mikilvægt að upplifa gamaldags stemningu í anda þess tíma sem flugvélinni var flogið og 82% telja flugvélina í íslenskri flugsögu mikilvæga. Þá eru 84% íslenskra Þristavina sem telja líklegt að þeir myndu fara í skipulagt skemmtiflug og um 64% norrænna Þristavina sem telja líklegt að þeir myndu fara í flug ef þeir myndu ferðast til Íslands. Um 29% af norrænu þátttakendunum segja að þeir myndu koma til Íslands eingöngu til þess að upplifa flug með DC-3 hérlendis.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemmtiflug með Páli Sveinssyni.pdf1.12 MBLokaðurHeildartextiPDF
Inngangur.pdf23.63 kBLokaðurFylgiskjölPDF