is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8214

Titill: 
  • Markaðsáhersla meðal íslenskra listastofnana. Ímynd þeirra og markhópur
  • Titill er á ensku The Marketing Concept in Icelandic Art Institutions. Their Image and Market Segment
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkeppnisumhverfi listastofnana hefur breyst mikið á undanförnum árum með aukinni tækni og afþreyingu heima fyrir. Mikill samruni lista hefur átt sér stað, sem gerir að verkum að hámenning (e. high culture), þ.e.a.s. menning sem í siðmenntuðu samfélagi er mest höfð í metum eða hávegum, hefur lagað sig að vinsælli listum og öfugt. Það kallar á endurskoðun á markhópi og samkeppni listastofnana. Menn óttast að íslenskur markaður fyrir listirnar sé nú þegar mettaður. Með tilkomu tónlistarhússins Hörpu er fullt tilefni til að kanna hvort mögulegt sé að útvíkka áhorfendahópa eða ná betri nýtingu á núverandi markhópum. Til að meta á hvaða sviðum mætti gera betur eru fræðikenningar kannaðar útfrá markaðsáherslu,miðaðri markaðsfærslu og vörumerkjastjórnun. Með eigindlegum og megindlegum aðferðum er rannsakað í hversu miklum mæli íslenskar listastofnanir eru að nýta sér þessi markaðstæki sem úrræði? Hvaða ímynd eru þær að miðla og til hverra? Helstu niðurstöður benda til þess að auka megi markaðsáhersluna innan listastofnana. Markaðsfærsla er enn álitin söluúrræði meðal stjórnenda listastofnana, sem bendir til þess að stjórnendur kunni leggja of þröngan skilning í hugtakið. Endurskilgreining liststjórnenda á markaðshugtakinu gæti mögulega breikkað skilning þeirra á markaðsfærslunni svo um væri að ræða nokkurs konar miðlun til markaðarins. Íslenskur markaður þykir of lítill svo arðbært sé fyrir listastofnanir að sérhæfa sig fyrir afmarkaða hópa. Því er talið nauðsynlegt að huga sífellt að markaðnum í heild sinni.Það er gert með fjölbreytilegri dagskrá. Því hefur lítið verið notast við miðaða markaðssetningu. Vörumerkjastjórnun að skynjun undanskilinni er ekki talin eiga við listirnar og er talin vekja upp spurningar um siðferði í markaðssetningu. Niðurstaða rannsóknarinnar er því sú að enn sé svigrúm til að auka á markaðsáhersluna og finna leiðir til að nýta betur markaðsúrræði svo hægt sé að stækka og breikka áhorfendahóp listanna fyrir stórt tónlistarhús eins og Hörpu.

  • Útdráttur er á ensku

    The competitive environment for arts institutions has changed in the last decades due to increased technology and home entertainment. The conversion between various art forms has resulted in high culture adapting to popular culture and vice versa which requires a revaluation of the target market and competition. There are concerns that the Icelandic market for the arts is already saturated. Harpa concert hall gives the motivation to evaluate whether it is possible to expand or exploit the target markets further. Guided by previous marketing studies on the marketing concept, STP marketing and branding, it will be attempted to determine in which areas improvements can be made. With qualitative and quantitative methods it will be examined how well Icelandic arts institutions are utilising marketing strategies? What image they are portraying and to whom? The main conclusions indicate that the marketing concept can be further implemented in arts institutions. Marketing is still primarily considered as a method of selling amongst managers of the arts which indicates that managers‘ realisation of the term may be too narrow. A redefinition of the marketing concept amongst art managers could possibly widen their understanding so that it would be considered more as a furthering concept. In a small market like Iceland it is not concidered profitable to specialise for defined groups. Therefore it is concidered necessary to tend to the market as a whole with varied programme offering. That is why STP marketing has not been exercised. Branding is not considered applicable to the arts apart from perception but branding is thought to raise ethical questions about marketing methods. The conclusion of this research therefore implies that there is still latitude to further the marketing concept within arts institutions and to adapt marketing strategies in order to expand and exploit the target markets for a large concert hall like Harpa.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsáhersla meðal íslenskra listastofnana..pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna