is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8217

Titill: 
 • Viðskiptasiðferði. Íslenskur fjármálamarkaður, innherjaviðskipti og þjóðgildin
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er viðskiptasiðferði. Íslenskt samfélag haustið 2008 var á valdi tíðaranda taumleysis. Hin góðu siðferðislegu gildi viðskipta gleymdust og hin slæmu tóku yfir. Í ritgerðinni verður fjallað um innherjaviðskipti og innherjasvik. Hér á landi eru tugir innherjasvikamála til rannsóknar og ljóst er að slík brot teljast algjörlega siðlaus. Markaðir tapa trausti sínu og eru þar af leiðandi ekki eins skilvirkir.
  Íslenskur fjármálamarkaður hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá síðustu aldamótum. Þensla íslenska hagkerfisins hófst með einkavæðingu íslensku bankanna, sem stækkuðu svo ört að hvorki stjórnvöld né aðrir eftirlitsaðilar höfðu bolmagn til að sporna við því. Í ritgerðinni verður nánar fjallað um íslenskan fjármálamarkað og þær gífurlegu breytingar sem hann hefur gengið í genum, einnig verða eftirlitsaðilar teknir fyrir og siðareglur fyrirtækja.
  Til að tengja umfjöllunarefni ritgerðarinnar við raunveruleikann verða fjögur dómsmál tengd innherjasvikum skoðuð nánar, tvö íslensk og tvö erlend. Innherjasvik eru einnig þekkt vandamál á fjármálamörkuðum um allan heim og því ljóst að aðgerðir til að sporna við slíkri misnotkun er nauðsynleg fyrir skilvirkni markaða.
  Umfjöllun ritgerðarinnar leiddi í ljós að mikill skortur er á viðskiptasiðferði á íslenskum fjármálamarkaði. Að lokum verður fjallað um þau siðferðislegu gildi sem viska þjóðarinnar valdi á þjóðfundinum sem haldin var haustið 2009. Þau gildi sem snúa beint að viðskiptum verða skoðuð nánar, þ.e. ábyrgð, traust, heiðarleiki og virðing. Þessi siðferðislegu gildi ætti hver og einn einstaklingur að tileinka sér til að móta heiðarlegt viðskiptasamfélag og til að auka viðskiptasiðferði á íslenskum fjármálamarkaði.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd-vidskiptasiðferði.pdf713.05 kBLokaðurHeildartextiPDF