en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8219

Title: 
  • Title is in Icelandic Fjárfestingar í sjávarútvegi: Áhrif fyrningar- og uppboðsleiðar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Skoðuð eru fræðileg grunnatriði við ákvörðun fjárfestinga auk þess hvernig mismunandi fiskveiðistjórnun hefur áhrif á fjárfestingar en eignarréttindi í fiskveiðum leiða til hagkvæmari fjárfestinga en önnur kerfi. Lengi hefur verið offjárfest í skipum og bátum í sjávarútvegi en síðan aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum var tekið upp hefur skipastóllinn verið að minnka. Þrátt fyrir að erfitt sé að gera góða aðhvarfsgreiningu á fjárfestingarfalli þá gefur einföld greining til kynna að þegar fjárfesting fyrra árs eykst um 1% þá dregst fjárfesting í ár saman um 0,59% og þegar aflaverðmæti eykst um 1% þá eykst fjárfesting um 0,37%. Í kjölfar þess að ný ríkisstjórn tók við völdum 1. febrúar 2009 hefur verið rætt um að fyrna og halda uppboð á aflaheimildum. Skoðuð eru áhrif óvissu á fjárfestingar en óvissa hefur tilhneigingu til að draga úr fjárfestingu í fjármunum eða seinka henni, auk þess sem fjárfesting í fiskistofnum minnkar vegna veiks eignarréttar. Fyrning aflaheimilda dregur úr greiðsluflæði sjávarútvegsfyrirtækja og rýrir eignir þeirra og lánastofnana. Líklegt er því að lánastofnanir hækki vexti sem dregur úr almennri fjárfestingu. Uppboð aflaheimilda má líta á sem allt að 100% skatt sem leggst á hagnað fyrirtækja. Áhrif uppboðs dregur úr því fé sem fyrirtæki geta nýtt til fjárfestinga og því þurfa þau að treysta á lánsfé. Lánsfé mun þó að öllum líkindum vera dýrara vegna óvissu í greininni. Uppboð sem endurtekin eru reglulega ýta auk þess undir skammtíma hagnaðarhámörkun sem hefur það í för með sér að fjárfesting í fiskistofnum minnkar og framleiðsla eykst. Fyrningar- og uppboðsleið leiðir því til minni og óhagkvæmari fjárfestinga en væru við óbreyttar aðstæður.

Accepted: 
  • May 3, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8219


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS.pdf909.51 kBOpenHeildartextiPDFView/Open