is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8221

Titill: 
  • Konur og kommúnismi. Félagslegur veruleiki Steinunnar Árnadóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brimskaflar og boðaföll einkenndu stjórmálin á öndverðri tuttugustu öld. Nýir straumar kommúnisma Marx, Engels og Leníns helltust eins og holskeflur yfir tíðaranda kapítalisma og frjálslyndis í Evrópu. Framsæknar konur eygðu möguleika á auknum félagslegum réttindum í umrótinu og þóttust sjá grilla í jafnrétti kynjanna innan kommúnismans í gegnum sjávarlöðrið. Þrátt fyrir nýjan boðskap og bjartsýni kom afturkippur í kvennabaráttuna og þegar fram liðu stundir reyndist kommúnisminn í raun, ekki eins framsækinn í róttækum umbótum á högum kvenna eins og margir bundu vonir við. Ung sveitastúlka á mölinni, Steinunn Árnadóttir, hafnar í miðju iðukastinu. Með því að beita eigindlegum aðferðum félagsfræðinnar og rýna í lifandi minningar, myndir og bréf kommúnistans Steinunnar, má um leið varpa nokkru ljósi á líf kvenna og baráttu þeirra fyrir réttindum sínum þá og nú. Steinunn kynnist ung fólkinu í Unuhúsi og drakk í sig það andrúmsloft sem þar ríkti. Það kristallaðist í að lífinu skyldi lifað á eigin forsendum og skoðanir annara bæri að virða. Steinunn fór til Kaupmannahafnar í atvinnuleit og var allt í einu orðin hluti af hinu sósíalíska samfélagi sem þar var að finna. Hún varð skotin í strák og var allt í einu orðin efni í fyrirmyndar eiginkonu dansks harðlínukomma. Lífshlaup hennar veitir innsýn í líf kvenna á þessum tíma, og hvernig þung undiralda félagslegra hugmynda samtímans hefur áhrif á einstaklinginn í samfélaginu. Hvernig hún mótar lífið sjálft, viðhorfið til hjónabands og barnauppeldis og skilar hugmyndunum áfram til næstu kynslóða.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerd lokaeintak-2.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna