Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8225
Sýkingar af völdum Herpes simplex veira (HSV-1 og HSV-2) eru algengar um heim allan og endurteknar sýkingar af völdum þeirra er þekkt vandamál. Acíklóvír og pencíklóvír eru algengustu útvortis meðferðir við áblæstri á vörum en svo virðist vera að HSV-1 veirur séu farnar að geta myndað þol gegn acíklóvíri og afleiðum þess vegna skorts á framleiðslu týmidín kínasa ensíminu (TK). Áhugi hefur því vaknað fyrir að finna nýja meðferð gegn HSV-1 veirunni. Í áratugi hefur verið vitað um örverudrepandi eiginleika fituefna og hafa rannsóknir sýnt fram á góða virkni gegn hjúpuðum veirum. Augu manna hafa beinst einna helst að mónókarpíni (1-mónóglýseríð af kaprinsýru) og hafa samanburðarrannsóknir á mónókarpíni í vatnssæknum hlaupum sýnt fram á mjög hraða og góða virkni gegn HSV-1 veirunni. Hins vegar hefur reynst erfitt að fá gott frásog á mónókapríni um húð.
Markmið verkefnisins var að kanna áhrif mismunandi frásogshvata á flæði örverudrepandi mónóglýseríðsins mónókaprín um slímhúð í þeim tilgangi að bæta aðgengi þess og kanna áhrif frásogshvatanna á eiginleika vatnssækinna hlaupa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif frásogshvata á flæði sýkladrepandi mónóglýseríðsins mónókaprín um húð.pdf | 1.78 MB | Lokaður | Heildartexti |