Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8228
Auglýsingar í dag einkennast mikið til af fallegum konum. Konur og líkamspartar þeirra eru notaðir til að selja nánast hvað sem er, allt frá matvörum til bíla. Fyrirsætur í auglýsingum eiga flestar það sameiginlegt að vera ofur grannar og gullfallegar. Þessar fyrirsætur eru lýsandi fyrir þá staðalímynd sem fjölmiðlar hafa skapað fyrir konur. Þessi ritgerð fjallar um þær neikvæðu afleiðingar sem að þessar óraunhæfu staðalímyndir sem ríkjandi eru í fjölmiðlum í gegnum auglýsingar valda konum. Einnig fjallar hún um þau áhrif sem að auglýsingar hafa á konur, börn og unglinga.
Þessi ritgerð leiðir það í ljós að nokkuð ljóst er að fjölmiðlar, og þá sérstaklega auglýsingar í því samhengi, geta haft neikvæð áhrif á konurSú staðalímynd sem ríkjandi er í þjóðfélaginu er að miklu leyti sköpuð af fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa skapað virkilega óraunhæfa staðalímynd fyrir konur. Þær konur sem að bera sig saman við þá ímynd verða fyrir vonbrigðum sem skilar sér í lágu sjálfsmati og líkamsóánægju. Það lítur svo út að hvati fjölmiðla fyrir niðurbroti á sjálfsmynd kvenna sé eyðslan sem virðist vera viðbrögð kvenna við óöryggi þeirra með útlit sitt. Hinir gífurlegu fjármunir sem renna inn í fegurðar bransann (e. beauty industry) felast fyrst og fremst í vonbrigðum kvenna með líkama sinn og óánægju með útlit sitt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif fjölmiðla á konur PDF.pdf | 583,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |