is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8229

Titill: 
 • Arðsemi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu árin 2004 – 2007. Niðurstöður voru fengnar með útreikningum nokkurra arðsemiskennitalna sem byggðust á upplýsingum úr ársreikningum ferðaþjónustufyrirtækja.
  Íslensk ferðaþjónusta er nú ein af mikilvægustu útflutningsgreinum þjóðarinnar og hafa ráðamennum kallað hana einn af burðarásum atvinnulífsins. Áhugi ferðamanna á landinu hefur vaxið ár frá ári og uppbygging í innviðum atvinnugreinarinnar hefur verið gríðarleg undanfarin ár.
  Þrátt fyrir mikinn uppgang og ýmis hagstæð skilyrði í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja eru vísbendingar um að arðsemi þeirra hafi á sama tíma ekki væri nægjanlega mikil. Árin 2004 – 2007 einkenndust af sögulega háu raungengi íslensku krónunnar sem olli ferðaþjónustunni að líkindum talsverðum búsifjum og háu vaxtastigi sem gerði fjárfestingu erfiða.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að arðsemi ferðaþjónustunnar árin 2004 -2007 hafi verið lítil. Eiginfjárhlutfall í greininni var lágt og skuldir miklar. Hagnaðarhlutfall var lágt sem bendir til þess að kostnaður hafi annaðhvort verið of hár eða álagning of lág. Arðsemi eigna var að sama skapi mjög lítil.
  Rannsóknin veitir gagnlegar upplýsingar um arðsemi ferðaþjónustunnar árin 2004 – 2007 þegar gengi krónunnar var hátt í samanburði við aðra gjaldmiðla og mikill uppgangur ríkti í íslensku efnahagslífi. Niðurstöðurnar eru meðaltalstölur helstu fyrirtækja í atvinnugreininni og geta verið gagnleg viðmið (e. benchmark) fyrir einstök fyrirtæki í greininni.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jakob_Hansen_FINAL.pdf929 kBLokaðurHeildartextiPDF