is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8231

Titill: 
  • Tvítyngi heyrandi og heyrnarlausra barna. Hversu nauðsynlegt er fyrir heyrnarlausa að vera tvítyngdir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tvítyngi er hugtak sem veldur oft og tíðum miklum misskilningi, margir halda að tvítyngi sé sjaldgæft fyrirbæri og að þeir sem eru tvítyngdir geti þýtt og túlkað án nokkurrar þjálfunar og séu jafnvígir bæði í tali og skrift á tvö tungumál. Staðreyndin er þvert á móti sú að líklega er helmingur mannkyns tvítyngdur. Hægt er að finna tvítyngda einstaklinga hvar sem er í heiminum, í hvaða stétt sem er og öllum aldurshópum. Þegar máltaka tveggja tungumála fer fram samtímis leiðir það til tvítyngis. Fræðimenn eru þó ekki á einu máli um það hversu mikið einstaklingur þarf að kunna í hvoru tungumáli til að geta talist tvítyngdur. Í víðustu merkingu er einstaklingur tvítyngdur ef hann hefur tvö tungumál á valdi sínu, það getur verið allt frá einstaklingi sem flytur til lands en getur aðeins með herkjum talað tungumálið í landinu til einstaklings sem er algerlega jafnvígur á bæði tungumálin. Á milli þessara einstaklinga finnum við t.d. nemanda sem les og skrifar verkefni og ritgerðir á öðru tungumáli en notar það annars mjög sjaldan eða heyrnarlausan einstakling sem talar táknmál við vini sína en raddmál við heyrandi manneskju.
    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig hugtakið tvítyngi tengist heyrnarlausum og hversu mikilvægt það er fyrir heyrnarlausa að vera tvítyngdir. Fjallað verður um tvítyngd börn, sem eru annars vegar tvítyngd á tvö raddmál en hins vegar á táknmál og raddmál. Óhætt er að segja að með tvítyngi öðlist börn, hvort sem þau eru heyrandi eða heyrnarlaus, fjölþættari hugsun, innsýn í tvo menningarheima og þroskaða málvitund svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaða ritgerðarinnar er m.a. sú að tvítyngi sé rétta leiðin til að heyrnarlausir nái sem ríkastri og bestri menntun. Heyrnarlaust barn hefur fullan rétt á að alast upp tvítyngt og samfélaginu ber skylda til að aðstoða það við að læra bæði táknmál og raddmál. Tvítyngi er og verður alltaf staðreynd hjá heyrnarlausum, þeir eru málminnihlutahópur í stærra málsamfélagi og þurfa að reiða sig á þetta stærra málsamfélag í svo mörgu að tenging þar á milli er óhjákvæmileg.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. ritgerð.pdf583.41 kBLokaðurHeildartextiPDF