is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/8232

Titill: 
  • Vits er þörf þeim er víða ratar: Starfsþróun í 154 íslenskum fyrirtækjum og stofnunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Starfsþróun (career development) er svið sem skiptir sífellt meira máli fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Öll fyrirtæki eiga það sameiginlegt að þurfa á hæfum og áhugasömum starfsmönnum að halda og í ljósi síbreytilegs starfsumhverfis hefur síst dregið úr þeirri þörf. Til að viðhalda samkeppnishæfni eru mörg fyrirtæki farin að leggja aukna áherslu á starfsþróun starfsmanna í heildarstefnu sinni og framtíðarsýn. Breytingar í starfsumhverfi fyrirtækja hafa líka áhrif á starfsferil (career) einstaklinga. Ábyrgð á stjórnun starfsferils hefur verið að færast frá fyrirtækjum til einstaklinga og hlutverk fyrirtækja þróast í að tryggja starfsmönnum tækifæri til starfsþróunar og veita þeim nauðsynlegan sveigjanleika. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu starfsþróunar í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Rafrænn spurningalisti var sendur til 154 fyrirtækja og stofnana og reyndist svarhlutfall 57% . Af þeim sem svöruðu voru langflest fyrirtæki og stofnanir með heildarstefnu og framtíðarsýn. Meirihlutinn var með skriflega heildarstefnu og rúmur helmingur þeirra nýtti sér það við skipulag starfsþróunar. Þá voru tveir þriðju fyrirtækja og stofnana með fræðsluáætlun þar af var tæpur helmingur með skriflega áætlun. Stærri fyrirtæki og stofnanir voru stefnumiðaðri en þau minni og voru fyrirtæki og stofnanir í frumvinnslu, iðnaði og orkumálum síður stefnumiðuð en aðrar greinar. Meiri áhersla var á starfsþróun stjórnenda og sérfræðinga heldur en starfsþróun almennra starfsmanna sem fengu færri tækifæri til starfsþróunar. Þarfir fyrirtækis og stofnunar höfðu mest áhrif á ákvarðanatöku um starfsþróun starfsmanna og síðan óskir starfsmanna. Algengustu starfsþróunaraðferðir voru námskeið og breyting á núverandi starfi. Tæpur helmingur fyrirtækja og stofnana eyddi minna í starfsþróun en undanfarin misseri og var samdráttur mestur í opinberri þjónustu og hjá stærstu fyrirtækjunum og stofnunum. Þrátt fyrir það hafði fjöldi þjálfunar- og fræðsludaga aðeins dregist saman um tæpan fjórðung sem bendir til hagkvæmari aðferða. Hefðbundinn starfsferill er ráðandi á íslenskum vinnumarkaði og einkennist meðal annars af þörf fyrir starfsöryggi, háum starfsaldri og lóðréttum tilfærslum í starfi. Ábyrgðarmenn starfsþróunar eru vel menntaðir, meira en helmingur hefur lokið meistaranámi og koma flestir úr viðskiptafræðideild.

Samþykkt: 
  • 3.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_Starfsthroun_i_154_islenskum_fyrirtaekjum_og_stofnunum.pdf5,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna