en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8235

Title: 
  • Title is in Icelandic Vinnumarkaðurinn er sá staður sem flestir vilja vera hluti af, líka öryrkjar og þess vegna þarf að reikna með þeim í námi og starfi
Submitted: 
  • June 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessa verkefnis var að kanna hvers vegna örorkulífeyrisþegar og öryrkjar almennt eru ekki sýnilegri í námi og starfi en raun ber vitni. Almenn staða hópsins var skoðuð og m.a. spurt hvort þörf er á fræðslusjóði til að styrkja hana. Tekin voru viðtöl við aðila tengda málefninu, farið á atburði sem tengjast því og settir upp tveir rýnihópar öryrkja. Niðurstaðan í heild var sú að öryrkjar vilja almennt taka virkan þátt í námi, vinnu og öðrum samfélagsatburðum. Það er hins vegar eins og oft sé ekki reiknað með þátttöku þeirra. Viðhorfið virðist vera það að örorka sé leyfileg sem tímabundið ástand og að á meðan eigi fólk að draga sig í hlé. Margt hefur áunnist í málefnum hópsins en enn er langt í land. Þörf er á víðtækum sjóði sem nær til fræðslumála og samþættir þjónustuþörf ólíkra hópa öryrkja. Góða útfærslu á slíkum sjóði má fá í umræðu og samvinnu milli hagsmunaaðila. Þá þarf að auka á almenna meðvitund um samfélagslega ábyrgð skipulagsheilda og það hvernig staða einstaklinga í samfélaginu er samofin viðhorfum. Vinnumarkaðurinn er sá staður sem rannsóknir sýna að flestir vilja vera hluti af og öryrkjar sem ljúka einhverskonar námi eru líklegri til að vera þar þátttakendur en þeir sem gera það ekki.

Accepted: 
  • May 3, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8235


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA Ingibjörg Þ Ólafsdóttir.pdf720.79 kBOpenHeildartextiPDFView/Open