is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8236

Titill: 
 • Hvað felst í olíurannsóknum á Drekasvæðinu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu eru komnar mjög skammt á veg. Við það að sérleyfi til rannsókna og vinnslu á kolvetni verða gefin út taka við nákvæmari og umsvifameiri rannsóknir á svæðinu, en talið er að þær kunni að vara í 10 ár og e.t.v. lengur.
  Rannsóknir á Drekasvæðinu krefjast mikils fjármagns og sökum þess hversu lítil þekking er til staðar um svæðið eru þær einnig mjög áhættusamar. Engar tekjur er að hafa af verkefninu fyrr en vinnsla olíu hefst (þ.e. ef olía finnst í vinnanlegu magni) en það kann að vera rúmur áratugur frá því að rannsóknir hefjast. Kostnaðurinn verður hærri eftir því sem líður á verkefnið. Auk þess verður horfið frá verkefninu ef í ljós kemur að litlar líkur eru á að olía finnist. Aftur á móti, ef olía finnst í miklu magni, getur það verið mjög arðbært fyrir olíuleitaraðila en svæði kann að gefa af sér olíu í allt að 50 ár.
  Rannsóknir einkennast einkum af tvenns konar aðferðum, annars vegar hljóðendurvarpsmælingum og hins vegar borun rannsóknarborhola. Í fyrstu eru almennt framkvæmdar tvívíðar hljóðendurvarpsmælingar til að leggja mat á jarðfræði svæðisins á sem hagkvæmastan hátt og hvort jarðlögin séu líkleg til að geyma kolvetni. Að loknum hljóðendurvarpsmælingum er tekin ákvörðun um hvort halda skuli áfram í enn kostnaðarsamari rannsóknarboranir en aðstæður á Drekasvæðinu eru erfiðar vegna mikils sjávardýpis og staðsetningu þess norðan heimskautsbaugs.
  Skattaumhverfi er einnig mikilvægt þegar kemur að fjárfestingu í olíurannsóknum, en þar sem verkefnið er mjög áhættusamt þurfa olíuleitaraðilar að gera háa kröfu um ávöxtun. Ef skattaumhverfið er óhagstætt fyrir þá getur það fælt frá annars áhugasama aðila. Um og eftir síðasta útboð sérleyfa, 2009, bar nokkuð á gagnrýni á gjaldtöku ríkisins og fyrir komandi útboð eru áform um að gera skattlagningu sanngjarnari og sambærilegri því sem gengur og gerist í nágrannaríkjum.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSRitgerd.pdf1.58 MBLokaðurHeildartextiPDF