is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8239

Titill: 
 • Við hlustum, lærum og þjónum. Ný stefna Landsbankans í kjölfar bankahruns
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að greina mótun og innleiðingu á nýrri stefnu Landsbankans og leita svara við því hvort sú vinna falli að kenningum um þjónandi forystu. Rannsóknarspurningin var: ,,Samræmist starfsemi Landsbankans og stjórnarhættir bankastjóra Landsbankans kenningum um þjónandi forystu?”
  Í ritgerðinni er fjallað um vörumerki og fyrirtækjamerki. Einnig er fjallað almennt um stjórnendur, leiðtoga og þjónandi forystu.
  Rannsóknin byggir á spurningalista sem rannsakandi bjó til en tekin voru viðtöl við viðmælendur á tímabilinu 24. mars til 14. apríl 2011. Allir viðmælendur voru starfsmenn Landsbankans.
  Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að ný stefnumótun og innleiðing á nýrri stefnu Landsbankans sé trúverðug og í anda þjónandi forystu. Viðmælendur í rannsókninni lýstu yfir ánægju með þau vinnubrögð sem einkenndu stefnumótunina og innleiðingu nýrrar stefnu bankans.
  Þegar litið er almennt á niðurstöður þessarar rannsóknar er hægt að sjá að vinnubrögð bankastjóra Landsbankans, Steinþórs Pálssonar, gefa til kynna leiðtoga sem vinnur í anda þjónandi forystu. Hann er mikill greinandi og honum hefur tekist að virkja það afl sem býr í starfsfólki Landsbankans. Hann vann mikla greiningarvinnu innan Landsbankans í samvinnu við starfsfólk bankans á fyrstu skrefum stefnumótunarinnar. Mikil gildisvinna var unnin í stefnumótuninni og má segja að djúp viðhorfsbreyting hafi átt sér stað innan bankans í kjölfar hrunsins.Markviss og metnaðarfull stefnumótun hefur nú verið innleidd inn í öll lög Landsbankans. Árangur stefnunnar er orðin sýnilegur en jákvæðni hefur aukist til muna hjá starfsmönnum Landsbankans og markaðshlutdeild hefur aukist síðan stefnan var innleidd. Ljóst er að það mun taka langan tíma að byggja upp traust og ánægju viðskiptavina Landsbankans á ný en ný stefna og starfshættir bankans gefa tilefni til bjartsýni.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The aim of this study was to analyze the development and implementation of Landsbankinn‟s new policy and try to answer whether the work done fits the theory of Servant leadership.
  The problem statement was “Are Landsbankinn‟s operations and the corporate governance of Landsbankinn´s CEO consistent with the theory of Servant leadership?”
  In the research paper, brands and corporate branding is discussed. There is also a general discussion about managers, leaders and Servant leadership.
  The research is based on a questionnaire generated by the researcher, but the subjects were interviewed between the 24th of March and 14th of April 2011. All of the subjects were employees of Landsbankinn.The main findings of the study were that the adoption and implementation of a new policy in the Landsbanki is credible and in the spirit of Servant leadership. The study„s subjects were satisfied with the procedures that characterized the policy and its implementation.
  Looking at the general conclusion of the study, it can be seen that the methods of Landsbankinn„s CEO, Steinþór Pálsson, indicate that he is a leader who has adopted Servant leadership. He is very analytical and has successfully managed to inspire his subordinates. He did an extensive analysis within the bank in cooperation with Landsbankinn´s employees in the beginning of the development of the policy.A lot of effort was put into values in the strategy making and a swift change in attitude occurred within the bank following the bank crisis. Systematic and ambitious policy has been implemented in all of Landsbankinn´s rules and regulations. The policies‟ results have become visible, but employee satisfaction has increased and the banks market share has increased following the adoption of the new policy. It has become apparent that it takes time to rebuild trust and increase customer satisfaction, however the Landsbankinn´s new policy and practices give rise to optimism.

Samþykkt: 
 • 3.5.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Þórisdóttir-ritgerð.pdf561.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna