en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/8241

Title: 
 • Title is in Icelandic Er markaður fyrir íþróttalýðháskóla á Íslandi?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Íþróttalýðháskólar í Danmörku eru gríðarlega vinsælir meðal danskra ungmenna um þessar mundir og á ári hverju sækir þá einnig þó nokkur fjöldi Íslendinga. Íþróttalýðháskóli á Íslandi gæti því verið ágætis markaðstækifæri og raunhæfur kostur fyrir ungt fólk, hvort heldur sem væri íslenskt eða erlent og sérstaklega nú, þegar gengi íslensku krónunnar er svo veikt gagnvart þeirri dönsku.
  Verkefninu er skipt upp í þrjá hluta. Í upphafi verður saga lýðháskólanna rakin lauslega, allt frá stofnun þess fyrsta í Danmörku árið 1844 og þar þar til síðasti lýðháskólinn á Íslandi var lagður niður í Skálholti árið 1992. Því næst verður farið í almenna umfjöllun um vöru og vöruþróun, hvernig Íþróttalýðháskóli á Íslandi fellur undir skilgreininguna á vöru og hvernig hægt er að fara með hugmyndina í gegnum Stage-Gate® vöruþróunarferlið. Að endingu verður fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar, það er að segja hvort markaður sé fyrir íþróttalýðháskóla á Íslandi.
  Rannsóknin snérist um að kanna áhuga íslenskra framhaldsskólanema á því að stunda nám við íþróttalýðháskóla á Íslandi og hugmyndin íþróttalýðháskóli á Íslandi var tekin í gegnum tvö fyrstu þrepin í Stage-Gate® vöruþróunarferlinu. Samkvæmt þeim þrepum voru gerðar tvær rannsóknir til þess að fá vitneskju um áhuga framhaldsskólanemanna. Fyrst var gerð lítil könnunarransókn þar sem kannaður var áhugi lítils hóps í úrtakinu. Því næst var farið í stærri og viðameiri markaðsrannsókn þar sem sendur var spurningalisti til þrettán framhaldsskóla, sex af höfuðborgarsvæðinu og sjö af landsbyggðinni. Alls svöruðu markaðsrannsókninni 170 þátttakendur frá níu framhaldsskólum, fjórum af höfuðborgarsvæðinu og fimm af landsbyggðinni.
  Niðurstöðurnar sýndu fram á að hugmyndin íþróttalýðháskóli á Íslandi fengi 18,2% markaðshlutdeild samkvæmt kaupáætlunarkvarðanum (e. The Purchase Intent Scale). Sé sú prósenta heimfærð á þýðið, sem var allir nemendur í útskriftarárgangi framhaldsskóla á Íslandi, þá táknar það að 1.243 nemandi í útskriftarárgangi 2011 myndi vilja stunda nám í eina önn við slíkan skóla á Íslandi, væri hann til staðar. Í íþróttalýðháskólum í Danmörku er algengur fjöldi nemenda á önn á bilinu 40-100. Sú niðurstaða að 1.243 nemendur myndi vilja stunda nám við þessa gerð skóla á Íslandi, gefur því til kynna að markaður er til staðar.

Accepted: 
 • May 3, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/8241


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS Ritgerð Soffia Erla Bergsdottir.pdf837.2 kBLockedHeildartextiPDF